9.12.18

BEAUTY // BECCA BE A LIGHT

Þessi færsla er unnin í samstarfi við BECCA.

Fyrst þegar Be A Light pallettan frá BECCA kom í sölu hérlendis í sumar bloggaði ég um hana
(sjá færsluna HÉR) en ég hef ekki notað eina pallettu eins mikið og ég hef notað þessa. Mér finnst
svo þægilegt að hafa allt sem maður þarf á einum stað en inniheldur pallettan öll þau púður sem þarf
á andlitið að mínu mati. Hún inniheldur fjögur mismunandi púður - fyrst er það ,,brightening" púður
sem ég nota undir augun til að birta aðeins til (nauðsynlegt þessa dagana þegar baugun eru stundum
langt niður á kinnar), svo er það ,,blurring" púður sem ég nota hvað minnst en það gefur húðinni 
mjög fallega áferð, kinnalitur og sólarpúður. Ég nota kinnalitinn og sólarpúðrið daglega en ég vildi
að kinnaliturinn úr pallettunni væri seldur sér þar sem hann er ótrúlega fallegur. Öll púðrin gefa
húðinni svo fallegan ljóma sem ég elska!

Ég er að telja niður til jóla með ykkur á Instagram en þar er ég að gefa nokkrar af mínum uppáhalds
vörum sem ég uppgvötaði á árinu. Seinustu helgi gaf ég tveimur vinkonum uppáhalds brúnkuna mína
frá St. Tropez og þessa helgi ætla ég að gleðja tvær vinkonur og gefa þeim uppáhalds vörurnar mínar
frá BECCA, þar á meðal Be A Light pallettuna og svo Under Eye Brightener. Endilega færið ykkur 
inn á Instagram hjá mér til að taka þátt en þið finnið mig þar undir @alexsandrabernhard 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig