13.11.18

SKINCARE // DRAMATICALLY DIFFERENT HYDRATING JELLY

Þessi færsla er unnin í samstarfi  við Clinique á Íslandi.

Ég elska þegar vörumerki sem ég nota koma með spennandi nýjunga á markaðinn en það er 
einmitt sem Clinique gerði nýlega þegar þetta rakagel frá þeim kom út. Ég varð strax mjög
spennt fyrir gelinu en ég er veik fyrir öllu sem á að veita húðinni raka þar sem ég er með 
þurra húð og þá sérstaklega á þessum tíma árs þegar það byrjar að kólna úti. Þetta er semsagt
háþróað rakagel sem mögulegt er að nota á marga vegu - það er olíulaust og veitir húðinni
raka í 24 klukkustundir. Það minnir mig ótrúlega á eina af mínum uppáhalds vörum frá Drunk
Elephant, B Hydra Intensive Hydration Serum, og því fullkomið þar sem Drunk Elephant fæst
ekki hér heima að finna eitthvað sem er mjög svipað. 

Ég nota gelið á hreina húð bæði á morgnanna og kvöldin. Eftir að ég hreinsa húðina þá set ég
gelið á og er það ótrúlega fljótt að fara inn í húðina. Það situr einnig ekki á húðinni heldur svo
maður er aldrei klístraður sem ég þoli ekki við sumar húðvörur - ég vill að varan fari beint inn
í húðina frekar en að ég finni fyrir henni á andlitinu. Eftir að ég er búin að setja á mig gelið þá
set ég rakakrem á mig en ég hef einnig heyrt að það sé hægt að blanda gelinu við farða og er 
það eitthvað sem ég er ótrúlega spennt fyrir en hef þó ekki enn prófað. Það er klárlega næst á
dagskrá hjá mér að blanda gelinu við farða til að fá meiri raka í húðina og til að farðinn ýki ekki
þurru húðina. Þetta er ótrúlega skemmtileg vara sem ég hlakka til að prófa mig áfram með SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig