20.11.18

NA-KD WISHLIST // BLACK WEEK

Þessi færsla er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.
NA-KD high neck layered mini dress (fæst HÉR)     NA-KD faux fur jacket (fæst HÉR)
NA-KD alpaca wool blend sweater (fæst HÉR)     NA-KD katrin black dress (fæst HÉR)

Eins og þið vitið eflaust langflest þá er Black Friday núna á föstudaginn og eru flestar ef ekki
allar verslanir með eitthverskonar afslætti og tilboð í gangi. Margar verslanir byrja snemma og
er NA-KD ein af þeim en er Black Week í gangi hjá þeim núna og því er 30% afsláttur af öllum
vörum með kóðanum BLACKWEEK. Ásamt Asos þá er NA-KD í miklu uppáhaldi hjá mér en
það sem NA-KD hefur framyfir Asos er að það eru alltaf eitthverjir afsláttakóðar í gangi og eru
vörurnar mjög fljótar að koma. Um daginn pantaði ég mér peysu fyrir hádegi á mánudegi og hún
var komin í hádeginu á þriðjudegi beint heim að dyrum og ég borgaði ekkert af sendingunni, það
er algjör snilld.

Í tilefni afsláttarins langaði mig að deila með ykkur þeim flíkum sem eru á óskalistanum mínum.
Þá er ég sérstaklega veik fyrir fyrsta kjólnum en hann gæti verið hinn fullkomni jólakjóll. Hann 
er ótrúlega sætur við svört upphá stígvél en einnig við venjulega hæla. Mig langar líka ótrúlega í
þessa svörtu peysu en hún er úr dásamlegra mjúkri ullarblöndu (ég á svona eins nema ljósgráa).
Aftur á móti er ég í smá peysubanni en ef þið fylgist með mér á Instagram þá vitið þið afhverju en
um daginn þegar ég var að laga til í fataskápnum mínum þá kom í ljós að ég á aðeins of mikið af
peysum. Ég held ég leyfi mér samt sem áður kjólinn fyrir jólin 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig