Þessi færsla er ekki kostuð.
Seinasta sunnudag gáfum við litla kallinum okkar nafnið sitt og héldum við veislu fyrir nánustu
fjölskylduna okkar. Dagurinn var yndislegur í alla staði og erum við ekkert smá heppin með
fólkið í kringum okkur! Við vorum búin að ákveða áður en við eignuðumst hann að við ætluðum
ekki að skíra börnin okkar heldur nefna þau - við erum hvorug skráð í þjóðkirkjuna og því hentaði
þetta okkur best. Okkur langaði þess vegna að gera eitthvað skemmtilegt í kringum það að tilkynna
nafnið hans og enduðum við á því að hafa stafarugl. Það gekk ótrúlega vel og var mjög skemmtilegt
en við prentuðum út stafina í nafninu hans og nokkra auka (ansi marga þar sem nafnið hans er stutt
og vildum við hafa þetta smá erfitt). Við vorum með 5 eintök af öllu og því gátum við skipt gestunum
okkar niður í 5 lið sem hentaði fullkomnlega. Á meðan þau reyndu að giska löbbuðum við á milli
borða og tókum burt þá stafi sem áttu ekki við. Þegar liðin héldu að þau væru með nafnið þá var
öskrað bingó og þegar nafnið kom loksins tilkynntum við það fyrir öllum. Litli maðurinn okkar
fékk nafnið Frosti Níelsson en þá nótt sem hann fæddist var fyrsta næturfrostið.
Við buðum svo upp á sveppasúpu, brauð, pestó ásamt kökum og kaffi en við héldum veisluna
í Grindavík á veitingarstaðnum hjá höllu sem er í eigu systur hans Níelsar. Maturinn var allur frá
henni fyrir utan eina köku en hana pantaði ég hjá 17 sortum. Mig langaði í eina ,,skírnarköku" og
pantaði ég red velvet köku með rjómaostkremi og var hún ekkert smá góð. Mamma skreytti hana
með blómum og pantaði ég nafnaskiltið hans af Hlutprent - ótrúlega falleg kaka þó ég segi sjálf
frá. Yndislegur dagur í alla staði ♡
Seinasta sunnudag gáfum við litla kallinum okkar nafnið sitt og héldum við veislu fyrir nánustu
fjölskylduna okkar. Dagurinn var yndislegur í alla staði og erum við ekkert smá heppin með
fólkið í kringum okkur! Við vorum búin að ákveða áður en við eignuðumst hann að við ætluðum
ekki að skíra börnin okkar heldur nefna þau - við erum hvorug skráð í þjóðkirkjuna og því hentaði
þetta okkur best. Okkur langaði þess vegna að gera eitthvað skemmtilegt í kringum það að tilkynna
nafnið hans og enduðum við á því að hafa stafarugl. Það gekk ótrúlega vel og var mjög skemmtilegt
en við prentuðum út stafina í nafninu hans og nokkra auka (ansi marga þar sem nafnið hans er stutt
og vildum við hafa þetta smá erfitt). Við vorum með 5 eintök af öllu og því gátum við skipt gestunum
okkar niður í 5 lið sem hentaði fullkomnlega. Á meðan þau reyndu að giska löbbuðum við á milli
borða og tókum burt þá stafi sem áttu ekki við. Þegar liðin héldu að þau væru með nafnið þá var
öskrað bingó og þegar nafnið kom loksins tilkynntum við það fyrir öllum. Litli maðurinn okkar
fékk nafnið Frosti Níelsson en þá nótt sem hann fæddist var fyrsta næturfrostið.
Við buðum svo upp á sveppasúpu, brauð, pestó ásamt kökum og kaffi en við héldum veisluna
í Grindavík á veitingarstaðnum hjá höllu sem er í eigu systur hans Níelsar. Maturinn var allur frá
henni fyrir utan eina köku en hana pantaði ég hjá 17 sortum. Mig langaði í eina ,,skírnarköku" og
pantaði ég red velvet köku með rjómaostkremi og var hún ekkert smá góð. Mamma skreytti hana
með blómum og pantaði ég nafnaskiltið hans af Hlutprent - ótrúlega falleg kaka þó ég segi sjálf
frá. Yndislegur dagur í alla staði ♡
No comments
Post a Comment
xoxo