Þessi færsla er unnin í samstarfi við Neutrogena á Íslandi.
Í sumar kom ný húðvörulína á markað hérlendis frá Neutrogena sem heitir Hydro Boost. Ég var svo
heppin að fá veglegan pakka frá merkinu með vörunum úr línunni þegar hún kom út og hef ég verið
að prófa mig áfram með vörurnar í nokkra mánuði núna og verð ég að segja að línan kom mér mjög
á óvart. Hún hentar þurru húðinni minni ótrúlega vel en eiga allar vörurnar það sameiginlegt að vera
rakabombur þar sem þær innihalda hyaluronic sýru sem er náttúrulegt rakaefni. Það eru nokkrar vörur
úr línunni sem eru komnar til að vera í húðrútínunni minni og langar mig að segja ykkur aðeins betur
frá þeim.
úr línunni sem eru komnar til að vera í húðrútínunni minni og langar mig að segja ykkur aðeins betur
frá þeim.
Fyrst er það Water Gel andlitskremið en þetta er klárlega uppáhalds varan mín úr línunni og var ég
að byrja á annarri dollunni minni. Þetta er gelkrem sem er á sama tíma ótrúlega rakamikið og ótrúlega
létt - það smýgur inn í húðina mjög hratt sem ég elska og finnst mér æðislegt að nota þetta krem undir
farða. Oft þegar ég nota önnur rakakrem þá finnst mér ég þurfa að bíða svo lengi þar til það er komið
inn í húðina og ég get sett á mig farða en með þetta er það ekki málið sem er æðislegt. Húðin fær
nauðsynlegan raka og verður ótrúlega ,,plumped". Þegar húðin mín er aftur á móti mjög þurr og ég
vil eitthvað þykkara þá hef ég verið að nota Gel-Cream sem er hannað fyrir mjög þurra húð og
veitir því aðeins meiri raka en Water Gel. Það eru svo tveir hreinsar í línunni sem ég hef verið
að nota og virka þeir fullkomnlega saman - fyrst nota ég Gelée Milk hreinsinn sem er gelkennd
hreinsimjólk til að taka allan farða af húðinni og því næst nota ég Water Gel hreinsinn til þess að
hreinsa húðina. Það er ekki nóg að hreinsa bara farða af húðinni heldur er nauðsynlegt að hreinsa
húðina sjálfa líka og get ég ekki ítrekað nógu oft hvað það er mikilvægt skref sem ég sleppi aldrei.
Gelhreinsirinn er ótrúlega góður og finnst mér líka fullkomið að geyma hann í sturtunni. Seinasta
varan sem mig langar að deila með ykkur er augnkremið í línunni en ég hef lagt það í vana að nota
augnkrem á hverjum morgni og hverju kvöldi enda komin á þann aldur. Augnkremið er gelkennt
líka og því ótrúlega létt, frískandi og nærandi.
Þetta eru ótrúlega einfaldar og góðar vörur sem henta öllum húðtýpum og er þetta til dæmis hin
fullkomna fyrsta húðvörulína fyrir stelpur sem eru nýbyrjaðar að prófa sig áfram með húðvörur.
Það besta er líka að allar þessar vörur eru á ótrúlega góðu verði, eru léttar og hreinar, þær henta
viðkvæmri húð og eru þróaðar í samstarfi við húðlækna. Hydro Boost vörurnar fást í apótekum,
verslunum Hagkaupa og Krónunni ♡
No comments
Post a Comment
xoxo