14.9.18

LAST COUPLE OF DAYS


Halló halló - þessi vika hefur farið alfarið í afslöppun hjá mér en ég var send í smá hvíld eftir
heimsókn til ljósmóður vegna hækkandi blóðþrýstings og fleira! Því hef ég ekki gert neitt mikið
meira en að hanga heima í kósýgallanum og ég verð að segja að ég hata það nú ekki. Mér finnst
ótrúlegt að hugsa til þess að það er aðeins meira en mánuður eftir af meðgöngunni en von er á
drengnum þann 23. október næstkomandi. Tíminn er svo ótrúlega fljótur að líða og ég er ótrúlega
spennt fyrir komandi tímum en á sama tíma frekar stressuð - ég verð þó að segja að ég er smá
spennt að geta klætt mig venjulega aftur en það er búið að eiga hug minn seinustu daga. Ég sé svo
mikið af fallegum flíkum og dressum sem ég vildi óska þess að ég gæti klæðst en það er bara ekki
mögulegt með þessa bumbu. Ég fann þessar myndir þegar ég var að tæma myndavélakortið mitt
en þær voru teknar þegar ég var stödd í Stokkhólmi í fyrra með Þórunni og Gyðu en sú ferð var
svo æðisleg - mig langar svo aftur! Þarna er ég í dressi sem ég notaði mikið og er ótrúlega spennt
að geta notað aftur: uppháar buxur úr Selected, falleg peysa við og öklastígvél. Það styttist í að
ég get dregið þetta dress aftur úr fataskápnum og ég get ekki beðið 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig