5.9.18

BABY // MY BABY PREP LIST

Þessi færsla er ekki kostuð en stjörnumerktar vörur voru fengnar sem gjöf.

Í upphafi meðgöngunnar settist ég niður og undirbjó lista yfir það sem okkur vantaði fyrir komu
sonar okkar. Eins og þið vitið þá hætti ég að vinna á 16 viku þar sem flugfreyjur mega ekki vinna
lengur og því hef ég verið í leyfi í að verða fjóra mánuði núna. Því hafði ég rosalega mikinn tíma til
þess að undirbúa allt saman og kenni ég oft of miklum frítíma fyrir of margar netpantanir af litlum og
sætum fötum. Ég miðaði mig við lista sem ég fann á netinu en svo aðlagaði ég hann að okkar þörfum
en hver og einn undirbýr sig á sinn persónulega hátt og er alltaf best að fylgja sínu eigin innsæi heldur
en að fylgja eitthverju sem einhver á netinu sagði. Þetta er fyrsta barnið okkar og því er ekkert víst að
þetta sé nóg eða kannski er þetta of mikið og það er bara fullkomnlega í lagi - maður lærir á þetta og 
ef ske kynni að okkur vanti eitthvað eftir fæðingu þá loka búðirnar ekki og maður getur alltaf reddað
sér og einnig ef þetta er of mikið þá er það bara þannig. Þetta er einungis minn persónulegi listi sem 
mig langar að deila með ykkur enda hef ég fengið fjölda fyrirspurna um að deila honum hér með 
ykkur þar sem margir af mínum fylgjendum eru einnig ófrískar sem er ótrúlega skemmtilegt.

Við erum alls ekki komin með allt sem við þurfum en erum á góðri leið enda er litli karl væntanlegur
í næsta mánuði - ég fékk smá áfall í byrjun mánaðarins yfir því og byrjaði að þvo (mjög snemma í 
því) en hreiðurgerðin er alveg í hámarki í augnablikinu. Það helsta sem er eftir eru stóru hlutirnir
eins og til dæmis rúm, bílstóll & base, matarstóll og þess háttar en þegar kemur að fatnaði þá held
ég að litli karl sé góður til að byrja með. Eins og ég tók fram áðan þá er þetta minn listi og eru 
þessir listar mjög persónubundnir eftir foreldrum, aðstæðum og fleira - margt hef ég keypt mér
sjálf en annað hef ég fengið í gjöf frá fjölskyldu&vinum og fyrirtækjum (það sem ég hef fengið
frá fyrirtækjum sem gjöf verður stjörnumerkt). Einnig langar mig að taka fram að þessi listi er
alls ekki heilagur og nota ég hann einungis sem viðmið en svo er alltaf best að fylgja innsæinu
sínu og fylgja straumnum. 

SVEFN

Rúm (okkur langar í hvítt Sebra rúm - fæst HÉR)
Dýnu og lak fyrir rúm - 2x lök
Ungbarnasæng
Sængurver - 2-3x
Hlífðarlak/Undirbreiðslu - 1-2x
Óróa fyrir ofan rúm (mig langar í þennan - fæst HÉR)
Babynest (fæst HÉR)
Náttljós (ég keypti í Petit - fæst HÉR)
Moses vöggu + stand (til að nota frammi - fæst HÉR)

SKIPTIAÐSTAÐA/BAÐIÐ

Bala
Handklæði - 2x
Baðhitamælir (fæst HÉR*)
Skæri (fást HÉR*)
Nefsuga (fæst HÉR*)
Eyrnapinnar (fást HÉR*)
Bleyjur
Taubleyjur 
Blautþurrkur (ég keypti kassa af Water Wipes í Costco)
Blautþurrkubox (fæst HÉR)
Skiptidýnu
Undirbreiðslu
Bossakrem
Grisjur
Spritt
Hitamælir/Rassamælir
Bleyjupokar (fást HÉR*)
Bursta (fæst HÉR*)

BRJÓSTAGJÖF

Lekahlífar 
Brjóstakrem
Brjóstagjafapúði (fæst HÉR)
Gjafahaldari
Gjafahlýrabol
Pela
Brjóstapumpa o.fl. (keypt ef þarf)

FATNAÐUR

Samfellur (8-10x)
Náttgallar (5-8x)
Leggings/buxur (5-6x)
Buxur með hosum (2-3x)
Peysur (2-3x)
Útigallar (1-2x)
Sokkar/Sokkabuxur 
Húfur (2-3x)
Vettlingar/þykkari sokkaskór

ANNAÐ

Vagn (við fengum okkur Bugaboo Fox - fæst í Petit)
Kerrupoka 
Bílstóll & Base (okkur langar í Maxi Cosi Cabrio Fix)
Ömmustóll (okkur langar í þennan - ekki nauðsyn strax)
Tripp Trapp matarstól (okkur langar í þennan í svörtu)
Burðarpoka (við fengum þennnan frá Chicco*)
Spegil í bílinn
Teppi í bílinn/Bílstólapoka
Snuð + snuddubönd
Smekki

SPÍTALATASKAN
Fyrir hann:

Heimferðasett (peysa, húfa, vettlingar og sokkakskór)
2-3x náttgallar í 50/56
2x samfellur í 50
2x samfellur í 56
3x Leggings/buxur í 50/56
Sokkar
Þunn húfa
Teppi
Taubleyjur
Bleyjur
Blautþurrkur
Undirbreiðsla
Bossakrem
Klóruvettlinga
Bílstól & base
Snuð 

Fyrir mig:

Dömubindi
Nærföt
Lekahlífar + brjóstakrem
Náttkjól + slopp
Auka föt
Sokka
Gjafahaldara
Snyrtidót (tannbursta + tannkrem, sjampó + næringu, 
hreinsir, krem, varasalva, bursta, teygjur, nuddolía + það helsta)
Hleðslutæki
Vatnsbrúsa

Fyrir Níels:

Auka föt
Snyrtidót
Hleðslutæki
Myndavél + hleðslutæki
Nesti

..og svo margt margt fleira!
Eins og ég sagði þá er þetta alls ekki heilagur listi og eflaust er eitthvað fleira sem mun lauma sér
ofan í spítalatöskuna eða í fataskápinn hjá drengnum. Við erum rosalega heppin að búa við hliðina
á spítalanum og því er stutt að fara ef eitthvað bráðvantar eða ef við erum ekki með nógu lítil föt
þá er alltaf hægt að senda mömmu eða aðra í búð að redda því. Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum
degi þegar kemur að þessum litlu krílum en ég vona að einhverjar af ykkur getið nýtt ykkur listann
til viðmiðunar. Ef það er eitthvað ,,must" sem ég er að gleyma þá megið þið láta mig vita!

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig