3.9.18

ASOS WISHLIST // WEEK 35

ASOS puffer in velvet (HÉR)     NEW LOOK wide sleeve jumper (HÉR)
ASOS jumper dress in fine knit (HÉR)     ASOS patent ankle boots (HÉR)

Komið smá síðan ég deildi seinast með ykkur óskalistanum mínum af Asos - nú eru að hrannast inn
gullfallegar haust- og vetrarflíkur og á ég mjög erfitt með mig. Í fyrsta lagi langar mig í allt en í öðru
lagi þá get ég ekki klætt mig eins og mig langar út af bumbunni. Mig langar ekkert meira en að geta
verið í uppháum buxum og peysu við eða ,,matching" setti en það verður víst að bíða í nokkrar vikur
í viðbót en það styttist óðum. Gráa peysan er einmitt fullkomin í þannig dress og langar mig smá að
panta hana og geyma þar til ég get notað hana almennilega en ég elska sniðið á henni og að ermarnar
eru aðeins víðar. Hún væri einmitt fullkomin við uppháar buxur eða gallabuxur og svo við þessa
glansskó en svona skór eru efst á óskalistanum mínum í augnablikinu. Skór eru einmitt eitthvað sem
ég get líka ekki keypt mér mikið af en ég er að upplifa mikinn bjúg á seinustu vikum meðgöngunnar
og því kannski ekki að fara að nota lokaða skó mikið vegna þess. Um leið og ég get notað skóna mína
aftur þá leyfi ég mér að panta þessa en þeir eru ótrúlega fallegir og einmitt það sem ég hef verið að 
leita að 

Aftur á móti pantaði ég mér þessa peysu um daginn og hún er eitthvað sem ég get notað við bumbuna
og svo einnig eftir meðgöngu. Hún er ótrúlega þægileg og er úr mjög fínu efni svo hún er silkimjúk,
ég elska hana það mikið að ég ákvað að panta mér hana líka í þessum gula lit en þrátt fyrir að ég er
ekki mjög litaglöð þá fannst mér hún ótrúlega sæt. Ég bíð spennt eftir að fá hana í hendurnar en hún
yrði mjög sæt við öklastígvél og svarta kápu - namm! 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig