22.8.18

NEW IN: VAGABOND OLIVIA IN BLACK SUEDE

Skóna fékk ég að gjöf.

Ég veit að ég er nýbúin að deila með ykkur færslu um falleg svört öklastígvél en að mínu mati er það
eitthvað sem allir ættu að eiga inn í fataskáp hjá sér og að eiga fleiri en eitt par er fullkomnlega í lagi.
Ég var búin að vera með augun á þessum stígvélum frá Vagabond í smá tíma og eru þeir loksins mínir
en að mínu mati eru þetta hinir fullkomnu haustskór - svartir, einfaldir og ganga við næstum því allt.
Ég elska að para svona stígvélum við svartar gallabuxur, svartar lausar buxur og svo við þægilegan
peysukjól og sokkabuxur. Skórnir eru einnig ótrúlega þægilegir þar sem hællinn er ekki það hár en
ég hafði einmitt hugsað mér að þessir væru fullkomnir hversdags og hinir sem ég deildi með ykkur
um daginn fullkomnir við aðeins fínni tilefni. Ég get ekki beðið eftir að nota þessa í haust og sýna
ykkur hvernig ég klæðist þeim 

Skóna fékk ég í Kaupfélaginu og eru þeir til í bæði rússkinni og leðri í 
nokkrum mismunandi litum.


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig