10.7.18

IT'S BACK // BECCA HYDRA MIST SET & REFRESH POWDER

Þessi færsla er ekki kostuð // Vöruna keypti ég mér sjálf.

Fyrr í vor sagði ég ykkur frá tveimur nýjum púðrum frá BECCA sem ég var þá nýbúin að eignast og
var að byrja að prófa - eitt af þeim púðrum var Hydra Mist Set & Refresh púðrið en eftir mikla leit
fann ég það í Sephora í Washington D.C. en það hafði komið í takmörkuðu magni hér heima og var
orðið uppselt. Ég lofaði að ég myndi láta ykkur vita þegar það kæmi aftur til landsins og loksins get
ég fært ykkur þær fréttir - það er komið aftur og finnur þú það meðal annars í verslunum Hagkaupa
og einnig inn á Fotia.is hér

Þið hugsið kannski með ykkur ,,já okei, eitt enn andlitspúðrið" en þetta er svo langt frá því að vera
bara enn eitt andlitspúðrið. Þetta púður er svo ótrúlega sérstakt en 50% af því er vatn og glycerin
en vatn er vanalega innihaldsefni sem þú finnur ekki í púðrum. Eins og þið sjáið á myndinni hér að
ofan þá er púðrið ótrúlega fíngert og er ætlast til að nota það annað hvort yfir farða til að setja hann
en einnig má nota það á bera húð en gott er að hafa í huga að þetta er ekki púðurfarði svo það er
ekki að fara að hylja. Þar sem púðrið er að helminga til vatn þá er mjög fyndin tilfinning þegar það
er borið á húðina en það er eins og þú sért að spreyja rakaspreyi á þig því púðrið virðist vera blautt
þegar það kemst í snertingu við húðina. Ég er ennþá alltaf jafn sjokkeruð þegar ég nota púðrið því
þetta er svo skrýtin tilfinning en hún endist einungis í nokkrar sekúndur og verður andlitið alls ekki
blautt þó þér líði þannig. Ég er með frekar þurra húð og finnst mér púður vanalega gera húðina mína
þurrari og leggja áherslu á hversu þurr ég er en það gerist ekki með þessu púðri. Það gefur húðinni
rakann sem hún þarf á meðan það setur farðann og passar að hann fari ekkert yfir daginn. Ég skil
ekki alveg hvaða galdrar þetta eru en þetta er eitthvað annað - púðrið kostar 4.990 krónur og dugar
það ótrúlega lengi en ég er rétt svo hálfnuð með mitt eftir 3 mánaða notkun 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig