Vöruna fékk ég sem gjöf.
Þið vitið eflaust að húðumhirða er mér mjög mikilvæg og passa ég mig alltaf að hugsa vel um húðina
mína. Ég þvæ hana öll kvöld (jafnvel þótt ég hafi ekki notað farða yfir daginn) og á morgnanna líka
og reyni ég mitt besta að forðast vörur með ákveðnum innihaldsefnum sem ég veit að fara illa í hana.
Advanced Night Repair línan frá Estée Lauder á sér mjög langa sögu en línan kom fyrst á markað
fyrir meira en 35 árum og á sér enn í dag tryggan stað í húðrútínu kvenna um allan heim sem segir
ansi mikið. Andltisserumið var fyrsta varan sem kom út og síðan þá hafa fleiri vörur bæst við eins
og augnserum, augnkrem og maski. Ég var mjög forvitin um línuna eftir að hafa heyrt endalaust
gott um hana svo ég fékk tækifæri til að prófa tvær vörur; andlitserumið fræga og svokallað matrix
fyrir augun sem er ekki beint augnkrem og ekki serum en ótrúlega skemmtileg vara.
Serumið gefur húðinni góðan raka og ljóma en það á að endurnýja húðina ásamt því að hægja á
öldrum húðarinnar. Ég nota serumið á hreina húð áður en ég fer að sofa á kvöldin og nota svo
matrixið á augnsvæðið en áferðin á því er mitt á milli serums og krems en það er stútfullt af raka
og veitir augnsvæðinu aðeins meiri fyllingu. Ég skil núna fullkomnlega af hverju serumið er oft
kallað frægustu dropar heims en þeir eru komnir til að vera í minni húðrútínu. Þeir eru einnig lausir
við innihaldsefni á borð við paraben, súlföt og phtalates og því halda þeir húðinni minni í mjög
góðu jafnvægi ♡
No comments
Post a Comment
xoxo