Þessi færsla er unnin í samstarfi við Byko.
Jæja, þá get ég loksins deilt með ykkur fyrstu fyrir og eftir myndunum af nýja gólfefninu okkar. Eins
og ég sagði ykkur frá fyrir um það bil tveimur mánuðum þá skiptum við um gólfefni á allri íbúðinni
okkar en við vorum með fjögur mismunandi gólfefni sem var að mínu mati hrikalegt - það var korkur
á eldhúsinu, plastparket á stofunni og öðru svefnberherginu, öðruvísi dekkra parket á hinu herberginu
og svo flísar inn á baði. Fyrir svona litla íbúð var þetta allt of mikið af hinu góða og voru gólfefnin
orðin mjög gömul og lúin svo það var löngu kominn tími til að skipta. Mig langaði að fá mér fallegt
og látlaust harðparket og hafa það í öllum rýmum nema að sjálfsögðu baðherberginu - ég fór á milli
staða og skoðaði mismunandi parket og eftir langt ferli þá urðum við Níels loksins sammála um eitt
parket frá Byko. Við enduðum á því að velja parketið Lancaster Oak frá Krono Original en er það
ótrúlega fallegt og vandað 8mm harðparket sem er ekki of hlýtt og ekki of kalt - ég vildi fá frekar
ljóst parket þar sem það passar við stílinn okkar og erum við bæði í skýjunum með valið enda er
breytingin mikil og íbúðin allt önnur.
ótrúlega fallegt og vandað 8mm harðparket sem er ekki of hlýtt og ekki of kalt - ég vildi fá frekar
ljóst parket þar sem það passar við stílinn okkar og erum við bæði í skýjunum með valið enda er
breytingin mikil og íbúðin allt önnur.
Við fengum hjálp við að leggja parketið í byrjun febrúar en kláruðum ekki að setja gólflista fyrr en
í seinustu viku þar sem ferlið fór í smá pásu eftir að ég komst að því að ég væri ólétt - ég lá heima
ælandi í nokkrar vikur og því í alls engu standi til að sjá um heimilisbreytingar. Loksins er allt klárt
og er ég svo ánægð með breytinguna en hún er rosaleg að mínu mati og varð ég eiginlega ástfangin
af íbúðinni minni upp alveg upp á nýtt. Mig langar að byrja á því að deila með ykkur fyrir og eftir
myndum af eldhúsinu en þar fannst mér breytingin vera mest. Eins og ég nefndi þá var dökkgrár
korkur á eldhúsinu þegar við keyptum íbúðina og því birti það svo til þegar við settum parketið.
Við settum líka líka parket á sökkulinn eins og þið sjáið á myndunum og mér finnst það koma svo
vel út og gerir flæðið miklu betra. Ég er svo spennt að deila með ykkur fleiri fyrir og eftir myndum
en ég á eftir að sýna ykkur stofuna og svefnherbergin en ég mun gera það á næstu vikum ♡
ælandi í nokkrar vikur og því í alls engu standi til að sjá um heimilisbreytingar. Loksins er allt klárt
og er ég svo ánægð með breytinguna en hún er rosaleg að mínu mati og varð ég eiginlega ástfangin
af íbúðinni minni upp alveg upp á nýtt. Mig langar að byrja á því að deila með ykkur fyrir og eftir
myndum af eldhúsinu en þar fannst mér breytingin vera mest. Eins og ég nefndi þá var dökkgrár
korkur á eldhúsinu þegar við keyptum íbúðina og því birti það svo til þegar við settum parketið.
Við settum líka líka parket á sökkulinn eins og þið sjáið á myndunum og mér finnst það koma svo
vel út og gerir flæðið miklu betra. Ég er svo spennt að deila með ykkur fleiri fyrir og eftir myndum
en ég á eftir að sýna ykkur stofuna og svefnherbergin en ég mun gera það á næstu vikum ♡
No comments
Post a Comment
xoxo