22.5.18

ASOS WISHLIST // 20% AFSLÁTTUR

ASOS oversized striped t-shirt dress (HÉR)     ASOS frill swimsuit (HÉR)
ASOS oversize wrap top (HÉR)     MANGO velvet boots (HÉR)

Ég var að stússast áðan þegar ég fékk skilaboð frá systur minni um að það væri 20% afsláttur af öllu
inn á Asos - ég er vanalega með alla svona Asos tengda hluti á hreinu en þessu hef ég misst af og sem
betur fer fyrir mig og þig lét hún mig vita af þessu. Asos er ekki oft með afslætti af öllu en þeir gera
þetta af og til og þá endist afslátturinn einungis í sólahring svo frá og með nú og þar til í fyrramálið
er 20% afsláttur af öllu. Ég ætla að nýta mér afsláttinn og panta mér nokkra hluti sem ég er búin að
vera á leiðinni að panta mér í nokkra daga eins og þennan sundbol (sem passar vonandi á bumbu þar
sem hann er one size) og þennan silkiklút sem er flottur bæði á hálsinum og á hausnum við bakkann
á Ítalíu. Mig langaði einnig að deila með ykkur nokkrum hlutum sem mögulega laumast með en eru
þeir ofarlega á óskalistanum mínum (mæli með að nota Saved Items inn á Asos til að hafa allt sem
ykkur líkar við á einum stað, mjög sniðugt og þægilegt).

Þar sem bumban stækkar með hverjum deginum þessar vikurnar þá eru oversized flíkur að taka yfir
listann og langar mig mjög í þennan röndótta kjól en ég sé hann alveg fyrir mér í sumar við svartar
gallabuxur eða bera leggi og hvíta strigaskó. Ég vill ekki kaupa mér endalaust af meðgöngufatnaði
sem ég get svo ekki notað eftir fæðingu svo þessi væri fullkominn. Ef ég væri ekki ólétt þá myndi
þessi fallegi hlýralausi sundbolur koma með mér til Ítalíu en mér finnst hann svo fallegur - maður
á svo aldrei nóg af svörtum skóm og þessir frá Mango eru búnir að vera á óskalistanum mínum
frekar lengi 

Þú færð 20% afslátt af öllu inn á Asos með kóðanum "EVERY20".
Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig