20.5.18

BABY // CURRENT WISHLIST

Þessi færsla er ekki kostuð.

Eftir að ég komst að því að það væri lítill strákur á leiðinni hjá okkur þá stækkaði óskalistinn ansi
hratt og það bættist margt á hann - nú er allt orðið mun raunverulegra og er ég spennt að klæða litla
gaur í sæt föt og gera fallegt í kringum okkur. Það voru nokkrir hlutir komnir á óskalistann minn áður
en við vissum kynið en ég er lengi búin að vera með hugmynd í höfðinu að barnahorninu. Við ætlum
 hafa hann inni hjá okkur fyrstu mánuðina áður en hann fær sitt eigið herbergi og langar mig í grátt
Sebra rúm en rúmið er frá árinu 1942 og stækkar það með barninu sem ég elska. Það er einnig hægt
að taka aðra hliðina af því og nota það sem co-sleeper sem ég heillast mjög af en ég vil ekki hafa 
hann á milli okkar. Fyrir ofan rúmið langar mig að hafa þennan fallega skýjaóróa frá Kongens Slojd
í gráum og hvítum lit og þessi dökkbláu rúmföt frá Garbo&Friends eru afar falleg en ég á nokkur
hvít sem ég gæti notað með. Ég er mjög spennt að byrja á horninu en það verður þó ekki fyrr en í
lok sumars eða byrjun haustsins en ég deili því að sjálfsögðu með ykkur.

Þegar kemur að fötum þá þarf ég að passa mig að kaupa ekki allt en lítil strákaföt eru það allra 
sætasta sem ég hef séð. Þessi hvíta skyrta er eins og dökkbláa sem ég keypti um daginn en hún
er frá nýju merki sem fæst í Petit og heitir Noa Noa Miniature - ótrúlega fallegt og vandað merki.
Heilgallinn er ofarlega á listanum en hann á ég í gráu í 12-18 mánaða en þessi dökkblái væri
fullkominn svona fyrstu mánuðina. Ég verð svo auðvitað að fjárfesta í Nike skóm handa litla
gaur og eru þessir Huarache á listanum en þá getum við verið í stíl þegar hann byrjar að labba.
Ég minni á að það er ennþá afsláttur inn á Petit.is með kóðanum "taka2".

1. Kongens Slojd skýjaórói (fæst í Petit HÉR)     2. Sebra rúm (fæst í Petit HÉR)     3. Garbo&Friends naghringur (fæst í
Dimm HÉR)     4. Noa Noa Miniature skyrta (fæst í Petit HÉR)     5. Nike Air Huarache Ultra (fást á Babyshop HÉR)
6. Shirley Bredal heilgalli (fæst í Petit HÉR)     7. Garbo&Friends sængurver (fást í Dimm HÉR)     8. Kongens Slojd
peysa (fæst í Petit HÉR)     9. Garbo&Friends fyllt teppi (fæst í Dimm HÉR)
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig