BUN IN THE OVEN
Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur að ég hef ekki verið dugleg að sinna blogginu seinustu
nokkra mánuði og það sama má segja um hina miðlana mína. Ég hef varla sést inn á Snapchat
seinustu vikur en síðan ég byrjaði hefur daglega verið eitthvað í Story hjá mér en nú kemur það
ykkur liggur við á óvart ef ég læt sjá mig þar. Eins og þið kannski sjáið á titlinum á færslunni og
myndunum hér að ofan þá er ansi stór ástæða fyrir fjarveru minni en um miðjan febrúar komumst
við að því að ég væri ólétt af fyrsta barninu okkar. Þetta var langbesta óvænta frétt sem við höfum
nokkurn tíman fengið og er það búið að vera rosalega erfitt að geta ekki deilt spenningnum með
ykkur sem við höfum upplifað seinustu vikur. Seinustu vikur eru búnar að vera yndislegar en á
sama tíma ótrúlega erfiðar og strembnar - ég er búin að vera rosalega veik en langflestir dagarnir
mínir einkennast af því sem ég kalla allan-dag-ógleði, uppköstum og mikilli þreytu. Ég er enn að
kasta upp og því mjög slöpp en mikið er ég glöð að fá loksins að deila þessum stóru fréttum með
ykkur. Það er von á erfingjanum í lok Október 2018 og mun ég auðvitað leyfa ykkur að fylgjast
með ferlinu.
Ég vona því að þið getið fyrirgefið mér fyrir að hafa ekki sinnt blogginu eins vel og ég hefði
viljað en um leið og ég hressast mun ég koma sterk inn aftur, því get ég lofað ykkur ♡
No comments
Post a Comment
xoxo