Í dag er ég búin að vera í verslunarbanni í 19 daga af 28 og verð ég að segja að þetta er miklu
miklu miklu auðveldara en ég bjóst við. Ég var alveg vel stressuð í byrjun að mega ekki panta
mér neitt af netinu í heilan mánuð né versla mér eitthvað í stoppum í Bandaríkjunum en þetta
er búið að vera ótrúlega fínt! Ég hef samt leyft mér að skoða aðeins inn á Asos og langaði mig
að deila með ykkur óskalistanum mínum þaðan í augnablikinu en hann einkennist af ljósbleiku
og svörtu. Einfaldleiki er það sem ég heillast mest af þegar kemur að fatnaði og eins og þið
vitið þá er ég alls ekki litaglöð en þessi fölbleiki litur er í miklu uppáhaldi hjá mér - mér finnst
hann virka alltaf, sama hvort sem það sé hávetur eða vor!
Ég bíð smá spennt eftir að bannið klárist til að geta pantað mér smávegis en ég ætla klárlega
að byrja að panta minna en áður fyrr, það er allt í lagi að leyfa sér smá en það er kannski gott
að hafa pláss fyrir allt dótið sitt ♡
No comments
Post a Comment
xoxo