18.1.18

BEAUTY // SEPHORA WISHLIST


Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur auglýsingalinka.

Það er kominn ansi langur tími síðan ég deildi með ykkur óskalistanum mínum frá Sephora en
þar sem ég er á leiðinni að panta mér nokkrar vörur þaðan þá ákvað ég að sýna ykkur hvað er á
listanum mínum. Sumar af þessum vörum hef ég aldrei átt áður en sumar hef ég notað í smá tíma
og bráðvantar meira af. Því miður sendir Sephora ekki til Íslands en ef þið eruð á leiðinni út til
Bandaríkjanna eða þekkir einhvern sem er á leið þangað, þá mæli ég með eftirfarandi vörum:

ANASTASIA BEVERLY HILLS MODERN RENAISSANCE

Mig er lengi búið að langa í þessa augnskuggapallettu frá Anastasia en hún er alls ekki ný frá þeim.
Ég er að íhuga að láta loksins verða af því að kaupa mér hana en ég elska litina og augskuggarnir 
frá merkinu eru ótrúlega góðir. Það er að svo að koma ný palletta frá merkinu í vor og get ég ekki
beðið eftir henni, hún er svo falleg. Pallettan fæst HÉR.

ELIZABETH & JAMES NIRVANA BLACK DRY SHAMPOO

Mig vantar nýtt þurrsjampó en ég nota alltaf annað hvort þetta frá Elizabeth & James eða frá
Moroccanoil. Ég bara elska svo mikið lyktina af þessu en þetta er sama lykt og ilmvatnið sem
ég nota enda er það frá sama merki. Það tekur alla olíu úr hárinu og frískar upp á það ásamt því
að gefa því þennan ótrúlega góða ilm - fæst HÉR.

BRIOGEO SCALP REVIVAL

Þessi vara er búin að vera á óskalistanum mínum fáranlega lengi en Þórunn talar svo vel um
þessa vöru og svo elskar Tati hana líka og ég treysti öllu því sem þær segja. Þetta er sjampó sem
inniheldur kol og kókosolíu sem hreinsar hársvörðin vel en nota á sjampóið sirka 1-2 sinnum í
viku. Við náum ekki oft að hreinsa hársvörðinn það vel með venjulegu sjampói en með þessu
skrúbbum við hann og náum öllum óhreinindum í burtu - fæst HÉR.

BRAZILIAN CRUSH & BUM BUM CREAM

Þessu kynntist ég fyrir nokkrum mánuðum en ég fékk litla krukku af Bum Bum kreminu í
afmælisgjöf og var ég ekki lengi að klára hana. Þetta er ótrúlega gott líkamskrem, gefur góðan
raka og lyktin af því er ólýsanlega góð. Ég þarf stærri krukku af kreminu og langar mig einnig 
í líkamsspreyið sem er nýtt. Kremið fæst HÉR og spreyið HÉR.

MARC JACOBS VELVET NOIR

Mig vantar maskara en eftir að hafa verið með augnháralengingar í að verða heilt ár ætla ég að
láta taka þær af í lok mánaðarins. Mig langar það alls ekki en það er nauðsynlegt að taka pásu og
leyfa náttúrulegu augnhárunum aðeins að anda. Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan maskara
frá Marc Jacobs og er spennt að prófa hann - fæst HÉR.

DRUNK ELEPHANT BESTE JELLY CLEANSER

Ég er endalaust búin að segja ykkur hversu mikið ég elska allar vörurnar frá merkinu Drunk
Elephant en ég var að klára hreinsirinn frá merkinu og þarf ég nauðsynlega annan. Ég elska
þennan hreinsir en ég nota hann til að hreinsa farða af húðinni og nota ég svo Glamglow
Supermud hreinsinn til að þrífa húðina. Þessi hreinsir er ótrúlega mildur, tekur gjörsamlega
allan farða af húðinni og skilur hana eftir silkimjúka og hreina. Hreinsirinn fæst HÉR.

ARMANI LUMINOUS SILK FOUNDATION

Það er löngu kominn tími á að ég endurnýji þessa vöru en þetta er einn af uppáhalds förðunum
mínum. Ég hef ekki átt hann í smá tíma og ég sakna hans ótrúlega en hann gefur húðinni svo
fallega og ljómandi áferð. Fullkominn bæði hversdags og í flug en hann endist allan daginn!
Farðinn fæst HÉR.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig