15.1.18

ON IT'S WAY // NA-KD

NA-KD belted blazer (HÉR)     NA-KD flower pants (HÉR)
NA-KD tie sleeve sweater (HÉR)     NA-KD velvet knot mule (HÉR)

Ég deildi því með ykkur um daginn á Snapchat (ég er þar undir @alexsandrabernh) að ég pantaði mér 
tvo samfestinga fyrir afmæli sem ég er að fara í næstu helgi. Ég pantaði samfestingana inn á síðu sem
heitir Na-kd.com og hef ég pantað af henni áður í fyrrasumar en þá pantaði ég nokkra kjóla fyrir fríið
okkar í Suður Frakklandi. Ég var svo ánægð með samfestingana og hversu fljótt þeir komu að ég varð
að panta mér smá meira í gærkvöldi en sendingin var komin til mín eftir einn og hálfan dag og var
það frí hraðsending sem er æðislegt. Ég elska svona snögga þjónustu en mér finnst ekkert erfiðara en
að bíða lengi eftir að hafa pantað mér á netinu.

Ég ætla að sýna ykkur samfestingana betur í annari færslu bráðlega en mig langaði að deila því sem
ég pantaði mér í gær með ykkur. Fyrst pantaði ég mér þennan bundna jakka en ég sá hann strax fyrir
mér við annað hvort svartar gallabuxur eða lausar svartar buxur og þessa flauelshæla sem ég fékk
mér líka. Blómabuxurnar voru svo á afslætti og hugsaði ég að þær væru flottar við bæði jakkann og
svo við þessa peysu með slaufunum á ermunum, svo fallegt 

Það besta er svo að ég fann afsláttarkóða en þeir gefa þér 20% afslátt þegar þú pantar,
ég mæli með að googla oft áður afsláttarkóða en þá slæ ég inn nafninu á versluninni og
,,coupon code" fyrir aftan. Með kóðanum "erica20" færðu afsláttinn en því miður veit ég
ekki hversu lengi hann dugar, ef hann dugar ekki þá mæli ég með að googla!
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig