Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf frá MAC á Íslandi.
Ég er búin að vera tryggur aðdáandi Fix+ spreysins frá MAC núna í nokkur ár en að mínu mati er
ekkert annað andlitssprey sem kemur í stað þess. Ég er ekki lengi að fara í gegnum einn brúsa af
þessari vöru en þetta er mjög létt sprey sem gefur góðan raka og róar húðina en það inniheldur bæði
vítamín og steinefni. Ég nota spreyið daglega, hvort sem ég er máluð eða ekki en ég spreyja því
yfir allt andlitið eftir að ég mála mig og finnst mér það gefa húðinni svo fallega áferð. Ég er alltaf
með það í flugfreyjuveskinu þegar ég er í flugi og spreyja létt yfir andlitið yfir daginn en loftið um
borð þurrkar húðina mjög upp og því er þetta ,,must have" vara að mínu mati fyrir allar flugfreyjur.
Ég var svo ótrúlega spennt núna í fyrradag þegar ég sá að það væri loksins að koma aftur Fix+ sprey
í verslanir MAC hérna heima með lyktum! Þau voru til sölu fyrir smá síðan en komu í takmörkuðu
upplagi og kláruðust auðvitað strax. Ég náði samt að næla mér í sprey með Coconut ilm og ég varð
ástfangin - ég get ekki líst ilmnum en þetta er það besta sem ég veit um. Ég kláraði það á einungis
nokkrum dögum og er búin að sakna þess síðan þá, en ekki lengur! Nú á ég það loksins aftur og það
besta er að þau eru komin til að vera og munu vera til í verslunum MAC í Kringlunni og Smáralind.
Ásamt Coocnut ilminum komu spreyin líka með Lavender og Rose ilm en ég á einmitt eftir að prófa
þau og bíð ég spennt eftir því ♡
No comments
Post a Comment
xoxo