Halló 2018! Gleðilegt nýtt ár allir saman - mig langar að byrja á því að þakka ykkur kærlega fyrir
samfylgdina. Ég er ótrúlega spennt fyrir 2018 þrátt fyrir að ég sé ekki með mikið planað en það sem
er hins vegar á dagskrá er að ég held áfram í mastersnáminu samhliða fluginu eins og áður og ætlum
við fjölskyldan að skreppa til Ítalíu í sumar. Þar munum við eyða nokkrum dögum í æðislegri villu
við Gardavatn og get ég gjörsamlega ekki beðið eftir því - sól, sumar, pasta og rauðvín í langbesta
félagsskapnum!
Við eyddum gærkvöldinu hjá systur hans Níelsar með fjölskyldunni hans - þar borðuðum við
æðislegan mat og svo færði ég mig yfir til fjölskyldunnar minnar áður en við fórum heim. Í dag
erum við svo búin að liggja í leti - fullkominn fyrsti dagur árins. Þangað til næst ♡
No comments
Post a Comment
xoxo