31.12.17

SKINCARE // NEW FROM GLAMGLOW

Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf frá Glamglow á Íslandi.

Jæja - þá er komið að seinustu færslunni árið 2017. Ég trúi eiginlega ekki að það sé að koma 2018
en mér finnst tíminn líða eiginlega allt of hratt - ég er samt sem áður ótrúlega spennt fyrir komandi
ári. Mig langaði að segja ykkur í dag frá nokkrum nýjum vörum frá húðvörumerkinu Glamglow en
síðan að merkið kom til landsins hafa ansi margar vörur frá þeim orðnar mínar uppáhalds og nota
ég þær reglulega og sumar jafnvel daglega. Ég hef áður sagt ykkur frá Supermud maskanum en
að mínu mati er þetta besti hreinsimaskinn sem til er og er ég núna á fjórðu eða fimmtu dollunni
minni. Ég nota hann einu sinni í viku til að djúphreinsa húðina og elska ég að nota hann eftir
langar vinnutarnir en ég sé mun strax eftir að hafa notað hann. 

Um daginn kom ný og endurbætt útgáfa af hreinsunum sem er í stíl við maskann en hann heitir
Supercleanse og stendur hann sko sannarlega undir nafni. Ég hafði ekki prófað gamla hreinsinn 
en ég er búin að vera að nota nýja núna í nokkrar vikur og verð ég að deila honum með ykkur. 
Ég er ótrúlega hrifin af honum en hann hreinsar húðina ótrúlega vel enda inniheldur hann þrjár 
mismunandi tegundir kola sem draga óhreinindin úr húðinni og skilur hana eftir tandurhreina.
Ég byrja á því að hreinsa farða af húðinni, nota svo hreinsinn og enda á næturserumi og kremi
en einu sinni í viku eftir hreinsun nota ég maskann. Önnur nýjung frá merkinu er ,,sheet" maski
sem heitir Bubblesheet og er hann djúphreinsandi maski sem freyðir - hversu skemmtilega
hljómar það?! Ég á eftir að prófa hann og hlakkar mig mjög til enda hef ég heyrt mjög góða
hluti um hann 

Vörurnar frá Glamglow eru á 25% afslætti í verslunum Hagkaupa til 1. janúar svo 
það er tilvalið tækifæri til að prófa þessar æðislegu vörur!

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig