4.1.18

ASOS WISHLIST // WEEK 1

Færslan er ekki kostuð en hún inniheldur auglýsingalinka.

ASOS smock top with v neck (HÉR)     ASOS wrap jumper (HÉR)     
ASOS wrap blouse (HÉR)     ASOS bikini (toppur HÉR og buxur HÉR)

Jæja, þá er komið að því - fyrsti Asos óskalisti ársins er mættur! Þessir listar voru mjög vinsælir í
fyrra og þykir ykkur greinilega þægilegt að fá svona lista frá mér en úrvalið inn á Asos er svo rosalegt
að maður getur auðveldlega týnst þar inni og ekki fundið neitt því eru þessir listar ótrúlega þægilegir.
Það er afar algengur misskilningur að ég sé í samstarfi með Asos en svo er ekki, þau vita eflaust ekki
hver ég er en ég versla sjálf mikið á síðunni og hef lengi gert og finnst mér gott að deila með ykkur 
því sem ég virkilega elska og nota. Inn á Asos er að finna mjög gott úrval af merkjum ásamt Asos
merkinu sjálfu og eru flíkurnar yfirleitt á rosalega góðu verði. Það er frí sending og einnig er hægt að
velja um hraðsendingu (sem ég mæli með, ég tek hana eiginlega alltaf) og þegar þið pantið þá er gefin
upp dagsetning sem segir til um hvenær pöntunin kemur til ykkar og hefur það vanalega alltaf staðist
hjá mér (nema yfir jólin, þá tekur allt mun lengri tíma). 

Ég pantaði mér um daginn nokkra hluti, þar á meðal þennan kósýslopp frá Oysho og þennan græna
topp sem er á myndinni hér að ofan - ég elska þennan lit og er hann fullkominn við svartar gallabuxur
og flotta hæla. Ég væri svo ekkert á móti hvítu wrap peysunni en ég sé hana fyrir mér yfir svartan
blúndutopp og við svartar buxur. Ég veit að það er eflaust aðeins of snemmt að hugsa um bikiní 
fyrir sumarið en eins og ég sagði ykkur um daginn þá er ég á leið til Ítalíu núna í sumar og mun ég
eflaust panta mér nokkur sundföt fyrir þá ferð en þetta bikiní er svo fallegt 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig