15.12.17

STOCKHOLM PHOTO DIARY


Orðatiltækið ,,betra seint en aldrei" á mjög vel við akkúrat núna en ég er loksins að deila með ykkur
nokkrum myndum frá ferðinni okkar Þórunnar og Gyðu til Stokkhólmar í byrjun Nóvember. Við
vorum svo heppnar að fá tækifæri til að heimsækja borgina í boði Keflavíkurflugvallar og var þetta
besta helgi ársins klárlega! Mig hafði lengi dreymt um að heimsækja Stokkhólm enda elska ég allt
sem er sænskt og var þetta því draumaferðin mín! Við gistum á hóteli sem heitir Haymarket by
Scandic og getum við allar mælt með því hóteli - við gistum í þaksvítu með æðislega fallegum
glugga sem var með útsýni yfir borgina, tveimur baðherbergjum og stóru svæði þar sem við gátum
gert okkur til allar saman. Ég ætla að leyfa myndunum að tala en vá hvað ég varð miklu skotnari
í borginni en áður og langar mig ótrúlega að heimsækja hana aftur þegar það byrjar að vora.

Annars var ég að klára lokaprófin í skólanum í vikunni og í dag kláraði ég seinasta vinnudaginn
minn í bili en eftir helgi byrja ég í þriggja vikna vetrarfríi yfir jólin - ég er ótrúlega spennt að fá
smá tíma fyrir mig en eftir að ég byrjaði í mastersnáminu og auðvitað í 100% vinnu með hefur
verið ótrúlega mikil keyrsla. Ég er því svo spennt að eyða tíma með vinum og fjölskyldu og að
gera gjörsamlega ekkert í smá tíma. Ég er auðvitað samt með smá verkefni en eftir áramót ætlum
við að skipta um gólfefni á íbúðinni okkar og hlakkar mig mjög til að deila því ferli með ykkur 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig