30.12.17

ASOS // THE BEST PYJAMAS

OYSHO bunny night set (HÉR)     ASOS black cloud print set (HÉR - mjög svipað mínu frá Oysho)

Upp á síðkastið hef ég pantað óvenjulega mikið af náttfötum af Asos ásamt því að fá tvenn 
náttfatasett að gjöf. Ég fékk þetta sæta kanínusett frá Oysho í afmælisgjöf frá Þórunni og Gyðu
og kem ég mér varla úr því. Ég fékk svo annað sett frá sama merki í jólagjöf frá Þórunni og
er það jafn æðislegt og hef ég eytt meirihlutanum af jólafríinu mínu í því en ef þið fylgist með
mér á Snapchat þá hefur það sett ekki farið fram hjá ykkur. Asos er ekki með það sett til sölu
hjá sér en þetta hérna frá Asos merkinu sjálfu er mjög svipað. Ég var að panta mér eitt annað
sett frá Oysho á útsölunni frá Asos en það er þetta hérna melónusett - mjög spennt að fá það
í hendurnar en það er ekkert betra en að eyða frídögum heima upp í sófa í góðum náttfötum
en það er einmitt það sem ég er að gera í dag. Ég vona að þið eigið yndislega helgi og við
sjáumst á nýju ári 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig