19.11.17

LAUGAR SPA // AFMÆLISLEIKUR

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Laugar Spa.

Þið vitið eflaust hversu mikið ég elska að uppgvöta ný húðvörumerki og það er ennþá meiri
kostur þegar þau eru íslensk. Fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég fyrst Laugar Spa línunni
og á ansi stuttum tíma hafa nokkrar vörur frá merkinu orðnar hluti af rútínunni minni. Merkið
leggur mikla áherslu á að vera lífrænt, hreint og náttúrulegt sem heillar mig mjög og eru
vörurnar unnar að mestu leyti úr grænmeti, ávöxtum og jurtum. Húðin mín hefur ekki verið
upp á sitt besta upp á síðkastið en ég kenni stressi og flugvélaloftinu alfarið um það og því
vill ég nota hreinar vörur sem eru ekki með of mikið af innihaldsefnum til að róa húðina og
koma henni í gott jafnvægi. Vörurnar frá Laugar Spa hafa komið mér verulega á óvart og
það á mjög góðann hátt! Mig langaði að segja ykkur aðeins frá nokkrum vörum frá Laugar
Spa sem eru í uppáhaldi hjá mér og svo langar mig einnig að gleðja tvær vinkonur í tilefni
25 ára afmælis míns 

FACE MUD MASK:

Fyrst er það Mud Mask sem er hreinsimaski með litlum kornum í. Hann þornar alveg á húðinni,
hreinar hana ótrúlega vel og á sama tíma skrúbbar hann húðina. Hún verður ótrúlega hrein og
silkimjúk eftir á og hef ég notað maskann tvisvar til þrisvar sinnum í mánuði og er ótrúlega
hrifin af honum.

FACE SERUM:

Svo er það serumið - vá hvar á ég að byrja?! Ég var aldrei mikið fyrir serum eða andlitsolíur
en eftir að ég kynntist þessari þá skil ég ekki hvað ég var að pæla. Þetta serum er æðislegt og
eiginlega uppáhalds varan mín frá Laugar Spa. Þetta er nærandi serum sem gefur húðinni
bæði raka og ljóma og hentar þa öllum húðgerðum. Ég elska að setja það á hreina húð á
kvöldin áður en ég fer að sofa og einnig undir farða. Það gefur húðinni fallega áferð og það
inniheldur E-vítamín sem vinnur gegn öldrun, já takk!

Aðrar vörur sem standa upp úr og eru í sífelldri notkun hjá mér eru þrjár vörur úr BODY
línunni þeirra en það eru Shower Oil, Body Mist og Body Scrub í lyktinni Sweet Amber
sem er besta lykt í heiminum! Það er líka til Lemongrass lykt sem er ótrúlega góð og
fersk líka en ég heillast meira af Sweet Amber. 

Í tilefni 25 ára afmælisins míns langar mig að gleðja tvær vinkonur og gefa þeim sitthvoran
pakkann frá Laugar Spa sem inniheldur Body Mist, Body Scrub og Face Serum. Leikurinn
verður á Instagram hjá mér en þú finnur leikinn HÉR 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig