21.11.17

25

Nostra kostaði mat og drykki.

VÍJ ÉG Á AFMÆLI Í DAG! Ég elska að eiga afmæli og í ár fagna ég 25 árum - ég byrjaði 
afmælisfögnuðinn minn snemma í ár en á laugardagskvöldið var mér og nokkrum vinkonum
mínum boðið út að borða á nýjan veitingarstað sem opnaði fyrir mánuði síðan í miðbænum.
Staðurinn heitir Nostra og þau voru svo yndisleg að bjóða okkur í fjögurra rétta seðilinn og
í nokkra drykki. Eins og þið vitið þá elska ég að fara út að borða og var ég því mjög spennt
að prófa splunkunýjan stað. Við urðum sko heldur ekki fyrir vonbrigðum en maturinn var
æðislegur og drykkirnir ekki síðri - það sem stóð hins vegar upp úr var þjónustan en við
vorum allar sammála um að við höfum aldrei áður upplifað svona góða þjónustu! Það var
hugsað svo vel um okkur og allt útskýrt svo vel, stórt hrós til Nostra fyrir það og fyrir
yndislegt kvöld!

Ég byrjaði daginn minn á því að fara í skólann og kynna verkefni áður en ég fór í lunch
með fjölskyldunni minni. Dagurinn er síðan bara búinn að fara í afslöppun en í kvöld 
 ætlum við að halda fögnuðinum áfram á Matarkjallaranum 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig