1.11.17

BEAUTY // GLOWING SKIN WITH BECCA

Þessi færsla er unnin í samstarfi við BECCA á Íslandi og voru vörurnar fengnar sem gjöf.

Ég get ekki sagt ykkur hversu spennt ég er að deila þessari færslu með ykkur! Eins og þið vitið
eflaust öll þá var snyrtivörumerkið BECCA að koma í sölu hérlendis fyrr í mánuðinum og er ég
svo heppin að vera í samstarfi með merkinu. Ég tengi mikið við merkið enda leggur það mikla
áherslu á ljómandi og fallega húð sem er það sem ég elska. Það eru svo margar góðar vörur frá
merkinu sem eiga að kalla fram þína náttúrulegu fegurð og eiginleika frekar en að fela þá.
Ég var bara búin að prófa highligtera frá merkinu áður en það kom til landsins en ég hafði heyrt
ótrúlega góða hluti um allar vörurnar þeirra svo ég var ótrúlega spennt að fá tækifæri til að prófa.

Ég fékk nokkrar vörur frá merkinu nýlega og hef verið að prófa mig áfram með þær og vá, ég
er gjörsamlega heilluð! Varan sem ég var spenntust fyrir eru primerarnir en Þórunn Ívars (sem
tók líka þessar gullfallegu myndir af mér) hefur verið að lofsyngja þá ansi lengi. Ég á núna 
Backlight Priming Filter og skil algjörlega hvað hún var að meina - hann er æðislegur og gefur
húðinni svo fallegan ljóma. Ég var líka mjög spennt fyrir Aqua Luminous Perfecting farðanum
og er hann klárlega uppáhalds varan mín frá BECCA ásamt Poured Créme highligternum í 
litnum Moonstone. Farðinn er ótrúlega léttur, hylur samt mjög vel og áferðin.. það er eiginlega
erfitt fyrir mig að lýsa henni. Það er eins og farðinn "blörri" húðina og hún verður gjörsamlega
lýtalaus og ljómandi - ég er búin að vera slæm í húðinni eins og þið vitið og er ég alveg í
skýjunum með að vera búin að finna farða sem er léttur en hylur vel á sama tíma. 

Ég farðaði mig um daginn (og hef gert sömu rútínu alla daga síðan) með vörum einungis
frá BECCA og langaði að deila lookinu með ykkur. Ég er mjög ánægð með útkomuna en
þetta er einmitt það sem ég elska - náttúruleg og ljómandi húð 

VÖRUR SEM ÉG NOTAÐI:
- Backlight Priming Filter
- Aqua Luminous Perfecting Foundation í Light
- Aqua Luminous Perfecting Concealer í Light
- Sunlit Bronzer í Capri Coast
- Mineral Blush í Flowerchild
- Poured Créme Highligter í Moonstone

Vörurnar frá BECCA fást í Lyf & Heilsu Kringlunni & Hagkaup Kringlunni.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig