5.10.17

OUTFIT // BLACK & WHITE

GANNI kápa (fæst í Geysi)     TOPSHOP gallabuxur     ASOS peysa (fæst HÉR)
SAINT LAURENT taska     SHOE THE BEAR skór (fást í GK Reykjavík)

Tvö outfit á innan við viku - þetta hlýtur að vera eitthvað met og ég er að elska það! Þetta eru 
uppáhalds færslunar mínar þegar ég skoða blogg sjálf og því finnst mér sjúklega gaman að taka
fallegar myndir af dressi dagsins og deila með ykkur. Ég byrjaði daginn minn á að fara á viðburð
með Þórunni í Ikea en það var verið að forsýna línuna sem HAY hannaði fyrir Ikea, ótrúlega fallegt
og gaman að fá að sjá hana áður en hún kemur í sölu. Það var svo fallegt veður að við ákváðum að
nýta tækifærið og mynda en það er ekki oft sem veðrið býður upp á það á þessum tíma ársins!

Ég er búin að lifa í Ganni kápunni minni síðan ég fékk mér hana en ég er ennþá alveg í skýjunum
með kaupin! Þetta er einmitt sem ég leitast eftir þegar ég versla mér flíkur en ég vill geta notað þær
við hvað sem er í eins langan tíma og mögulegt. Í dag var ég í henni yfir svartar gallabuxur og þessa
hvítu peysu sem ég pantaði mér af Asos um daginn en ég gjörsamlega elska hana - oversized og 
fullkomin hversdagspeysa sem virkar við pils, gallabuxur og þægilegar buxur líka! Skórnir eru
líka nýjir en þeir eru frá merkinu Shoe and the Bear og fást í GK Reykjavík - ég sá þá á Instagram
hjá þeim og fór næsta dag að skoða þá betur. Ég gat auðvitað ekki skilið þá eftir en þeir eru bæði
gullfallegir og þægilegir sem gerist nú ekki oft - fullkomnir hversdagsskór þegar manni langar
að vera aðeins fín 

Þessi færsla er ekki kostuð en inniheldur hún auglýsingalinka // Allar vörur keypti ég mér sjálf.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig