3.10.17

IVY REVEL x ASOS

IVY REVEL frill sleeve jumper (HÉR)     IVY REVEL high neck jumper (HÉR)
IVY REVEL jersey mini dress (HÉR)     IVY REVEL long sleeve top (HÉR)

ÞIÐ VITIÐ EKKI HVERSU SPENNT ÉG ER! Eins og þið vitið auðvitað þá er ég hinn mesti
Asos aðdáandi sem þið munuð nokkurn tíman finna. Mér finnst mun þægilegra að versla föt og
skó á netinu og klikkar Asos aldrei. Ég er í engu samstarfi með þeim eins og margir halda (ég
bíð samt eftir þeim degi sem þeir uppgvöta mig haha) heldur elska ég verslunina bara svona
mikið! Ég hef alltaf fengið pantanarnir mínar á lofuðum tíma nema einu sinni, gæðin eru mjög
fín og í samræmi við verð og svo er líka að finna svo mörg merki að í raun er allt sem maður
þarf á einni síðu sem er æðislegt. 

Í gærkvöldi tók ég eftir að það er nýtt merki komið í sölu inn á Asos og hoppaði ég liggur við
hæð mína af gleði. Merkið er í eigu sænska tískubloggarans Kenzu Zouiten (sem ég elska, hún
er klárlega uppáhalds) og heitir það Ivy Revel. Ég hef verslað nokkrum sinnum flíkur frá þeim
og alltaf verið rosa ánægð svo ég er ekkert smá spennt fyrir að geta verslað það inn á Asos
líka. Ég var sérstaklega spennt þar sem ein peysa sem mig langaði í frá þeim er til þar en er 
uppseld á síðunni hjá Ivy Revel - ég var því ekki lengi að setja hana í körfu og er hún
væntanleg til mín á næstu dögum. HÉR er peysan og held ég að hún sé fullkomin við háar
svartar buxur og svo við pils á sumrin 

Færslan inniheldur auglýsingalinka.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig