18.10.17

ON IT'S WAY // THE PERFECT TEDDY COAT

IVYREVEL cava coat (fæst HÉR)

Ég held að það segi mjög mikið þegar það eru tvær færslur í röð á blogginu um flíkur frá sænska
merkinu Ivyrevel. Ég er í engu samstarfi með merkinu heldur er ég virkilega hrifin af flíkunum frá
þeim og svo skemmir það auðvitað ekki að Kenza er eigandi merkisins. Hún er alltaf svo flott klædd
og maður sér alveg stílinn hennar í flíkunum! Um daginn var einn annar bloggari sem er í miklu
uppáhaldi hjá mér, Kristin Sundberg, í svona ljósum ,,teddy" jakka og vá, ég fann bara strax að ég
yrði að eignast svona fyrir veturinn. Í gærmorgun, þegar ég var á leiðinni heim eftir næturflug frá
Bandaríkjunum, rakst ég á mjög svipaðann jakka frá Ivyrevel og var ég ekki lengi að næla mér í
hann. Ég sá strax fyrir mér outfit við hann og er ég mjög spennt að sýna ykkur það hér á blogginu
þegar jakkinn kemur í hús 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig