27.10.17

NEW IN // LINDEX SILK

Þessi færsla er kostuð.

Ég er í seinni kantinum að birta þessa færslu en fyrr í mánuðinum kom ný lína í Lindex, Bleika
Línan, og rennur 10% af sölu línunnar til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Þetta finnst mér
frábært en það er æðislegt að geta styrkt gott málefni og verslað sér eitthvað fallegt á sama tíma! Fyrr
í mánuðinum fékk ég mér gullfallegan ljósbleikan velúr slopp úr línunni og í fyrradag átti ég leið í
Kringluna og ákvað ég því að kíkja aðeins í Lindex - þar sá ég að það er enn til flíkur úr línunni og
komu þessi silkináttföt og silkiskyrta með mér heim. Ég hef lengi verið hrifin af náttfötunum og
sloppunum úr Lindex og er þetta því fullkomin viðbót við safnið. Skyrtan er svo falleg yfir settið
en svo gæti ég líka komist upp með að vera í henni dagsdaglega við svartar gallabuxur.

Þú getur skoðað Bleiku Línuna HÉR í vefverslun Lindex 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig