Jakkinn minn og buxurnar eru úr Zara og taskan er frá Saint Laurent.
Hvar á ég eiginlega að byrja? Gærkvöldið var alveg hreint yndislegt en ég var búin að bíða
lengi eftir þessu kvöldi. Í tilefni komu BECCA til landsins var haldinn æðislegur viðburður
í gær á Hótel Marina sem byrjaði með smá kynningu á merkinu og endaði á sýnikennslu þar
sem Harpa Kára farðaði Andreu Röfn með BECCA vörum og svo fengum við okkur mat og
drykki á Slippbarnum. Ég var svo spennt fyrir komu merkisins til landsins nú þegar en núna
er ég þúsund sinnum spenntari og mig hlakkar svo til að prófa vörur frá merkinu. Ég notaði
þessa dragt frá Zöru í fyrsta sinn í gærkvöldi og er með æði fyrir henni í augnablikinu - hún
er frekar mikið út fyrir minn þægindaramma en vá, hún er svo falleg og þægileg. Mig langar
núna svo í svipaða dragt nema einlita og úr velúr, hversu fallegt væri það!
Við fórum auðvitað ekki tómhentar heim en mig hlakkar til að segja ykkur betur frá þeim
vörum sem við fengum eftir að ég hef prófað þær! BECCA fer í sölu í Lyf & Heilsu í dag
klukkan 16 - ég mæli með að kíkja en það verður mikið um að vera og eflaust mikið stuð ♡
No comments
Post a Comment
xoxo