10.10.17

BEAUTY // ESSIE WILD NUDES

Vörurnar fékk ég sendar sem gjöf og inniheldur færslan auglýsingalink.

Nýlega kom Essie með nýja línu á markað og gæti ég liggur við sagt að hún væri sérstaklega
gerð fyrir mig. Þið vitið það eflaust núna að ég er ekki mikið fyrir skæra liti og hef ég seinustu
ár einungis fengið mér liti í þessum tón þegar ég fer í neglur. Ég var svo spennt þegar ég fékk
alla litina í línunni en þeir eru fjórir samtals - uppáhalds liturinn minn er klárlega liturinn sem
ber heitið Wild Nudes eins og línan en hann er hinn fullkomni ljósgráfjólublái litur! 

Naglalökkin frá Essie fást í verslunum Hagkaupa og í apótekum en nýlega fóru þau í sölu
á netinu á nýrri vefverslun, Beauty Box, sem ég er svo heppin að vera í samstarfi með.
Ég elska að versla á netinu, bæði erlendis frá og innanlands, og því er ég ótrúlega spennt
að geta verslað snyrtivörur frá merkjum eins og Essie, St. Tropez, Skyn Iceland, L'Oreal
og fleirum á netinu og fengið sent heim að dyrum. Þú finnur Wild Nudes línuna frá Essie
HÉR 

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig