8.10.17

NEW IN // SAINT LAURENT SUNSET BAG

Þessi færsla er ekki kostuð // Töskuna keypti ég mér sjálf.

Það er held ég löngu kominn tími á að ég kynni ykkur fyrir nýja barninu mínu og litla systkininu
hans Lárents (sjá færslu HÉR). Þegar við vorum stödd í Suður Frakklandi í Ágúst kíkti ég í Saint
Laurent þar sem ég var búin að sjá eina tösku sem mér leist vel á og langaði mig að máta hana og
skoða í persónu. Ég passa mig alltaf að velja merkjatöskur vandlega og kaupi aldrei tösku nema
mig er búið að langa í hana í langan tíma og svo hugsa ég líka hvort taskan haldist í virði, það er
hvort hún sé klassísk og að ég muni nota hana ennþá eftir nokkur ár. Það er alveg greinilegt að ég
hef orðið ástfangin um leið og ég sá hana í persónu en hún fékk að koma með mér heim!

Ég elska stærðina á henni en ég kem öllu helstu nauðsynjun í hana - síma, lyklum og kortunum
mínum! Hún er mun fínni en hin Saint Laurent taskan mín sem er meira hversdags og er þessi
meira fyrir tilefni að kvöldi til en samt virkar hún í raun við hvaða tilefni sem er. Taskan heitir
Sunset Bag og er í minnstu stærðinni - ég er alveg smá hrifin líka af miðlungsstærðinni en nú 
er ég komin í smá töskubann, sjáum hvað það endist lengi 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig