Farðann fékk ég sem gjöf frá Yves Saint Laurent á Íslandi.
Ég er kannski aðeins of sein að lofsyngja þennan farða en hann er búinn að vera í stanslausri notkun
hjá mér seinustu vikur. Touche Éclat farðinn frá Yves Saint Laurent hefur lengi verið mjög vinsæll
farði og í fyrra endurbættu þeir formúluna en í ár gáfu þeir farðann út í svokölluðu "cushion" formi.
Mér finnst svona "cushion" farðar mjög skemmtilegir og mun þægilegri í notkun en blautir farðar.
Mér finnst algjör kostur að geta verið með farðann í veskinu þegar ég er að fara út eða þegar ég er
í flugi og lagað mig yfir daginn.
Ekki nóg með það að umbúðirnar eru gullfallegar og þægilegar þá er farðinn sjálfur einn sá besti
sem ég hef prófað og er ég búin að klára eina dollu nú þegar og bráðvantar aðra. Farðinn er mjög
léttur en á sama tíma hylur hann allt sem hann þarf að hylja og jafnar húðlitinn. Það sem ég elska
mest við hann er þó áferðin - húðin verður svo ljómandi og heilbrigð. Þetta er hinn fullkomni
farði fyrir ykkur sem viljið létta farða með miðlungs þekju og ljómandi áferð - ég gæti ekki mælt
meira með honum og þá sérstaklega ef þið eruð með þurra húð eins og ég ♡
Vörurnar frá Yves Saint Laurent fást í Hagkaup Smáralind, Skeifunni, Garðabæ og Akureyri, Lyf&Heilsu
Kringlunni og Bjargi Akranesi.
Kringlunni og Bjargi Akranesi.
No comments
Post a Comment
xoxo