28.9.17

ASOS // ON ITS WAY

RIVER ISLAND check a-line skirt (HÉR)     ASOS sheep print pyjamas (HÉR)
ASOS oversized knitted dress (HÉR)     ASOS flat over the knee boots (HÉR)

Hvað gerir maður þegar maður er lasinn heima og smá lítill í sér? Já auðvitað leyfir maður sér aðeins
og verslar sér á Asos - ég náði allavegana að sannfæra sjálfa mig að ég ætti það alveg skilið! Ég á
reyndar náttfötin og sit einmitt í þeim upp í sófa í augnablikinu en ég hef varla farið úr þeim síðan
ég fékk þau fyrir helgi. Ótrúlega þægileg og sæt! Það sem ég pantaði mér hins vegar núna er fyrst
þetta gullfallega "checked" pils en þessi tíska er út um allt í augnablikinu - ég heillaðist af pilsinu
um leið og get ímyndað mér það við svarta peysu og svört öklastígvél. Talandi um svartar peysur
þá pantaði ég mér þennan peysukjól en ég nota þá mikið á haustin og veturna - svo þægilegir við
svartar gallabuxur og öklaskó og líka yfir sokkabuxur og "over the knee boots" sem eru alltaf jafn
vinsæl á þesusm tíma ársins. Ég ákvað að panta mér þessi fyrir haustið og hlakka mikið til að fá
þau! Fyrir á ég ein sem eru lægri og ein með hæl en þessi verða eflaust mikið notuð 

Þessi færsla inniheldur auglýsingalinka.
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig