7.8.17

VACATION // HELLO COTE D'AZUR

Myndir teknar af Pinterest.

Halló halló - ég vona að þið hafið öll haft það rosa gott um verslunarmannahelgina. Helgin mín fór í 
meira skipulag og þrif hér heima við, matarboð og svo eyddi ég meirihluta gærdagsins í að pakka en
á morgun liggur leið okkar í draumafríið. Það er ótrúlegt að það er komið að þessu en mér finnst svo
stutt síðan að ég var að panta allt og þá voru þrír mánuðir í þetta - ég er svo spennt að komast aðeins
í sólina, keyra um og skoða frönsku rivíeruna. Ég mun að sjálfsögðu vera dugleg að taka myndir og
reyna að blogga á meðan ég er úti en annars er ég alltaf mjög dugleg á Snapchat en þið finnið mig þar
undir @alexsandrabernh (ekki gleyma s-inu í Alexsandra) 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig