17.8.17

NEW IN // PINK SUEDE BIKER

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Vero Moda // Jakkann fékk ég sem gjöf.

Ég ætlaði að birta fyrstu færsluna um Suður Frakklands ferðina okkar í dag en ég ætla að fá að fresta
henni um einn dag því ég verð bara að sýna ykkur nýja jakkann minn sem ég er gjörsamlega að missa
mig yfir - ég meina, sjáið bara hversu fallegur hann er! Ég var búin að sjá hann fyrir nokkrum dögum 
á samfélagsmiðlum og vissi því að hann væri að koma í Vero Moda hér heima. Ég komst svo að því
í gær að hann væri kominn svo ég dreif mig í morgun um leið og ég vaknaði. Ég er alveg í skýjunum
með hann en liturinn á honum er gullfallegur. Hann er úr ekta leðri og kostar 15.990 krónur 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig