22.8.17

TODAY'S OUTFIT // THE OLIVE BIKER

ZARA biker jakki     TOPSHOP peysa     SELECTED buxur     
GS SKÓR skór     SAINT LAURENT taska

Halló - ég ætlaði að vera löngu búin að deila með ykkur hluta II af Frakklandsferðinni okkar
en tölvan mín dó allt í einu á mánudaginn og því er hún í viðgerð. Ég er að vona að hún verði
ekki of lengi í viðgerð þar sem skólinn byrjar bráðlega og ég er smá vængbrotin þegar ég næ
ekki að blogga reglulega. Ég mun því deila með ykkur myndunum um leið og ég fæ hana í
hendurnar. Ég stalst aðeins í tölvuna hans Níelsar til að sýna ykkur myndir af dressi dagsins
en ég klæddist sama dressinu í dag og í gærkvöldi, úbs. 

Jakkinn er nýr en ég fékk hann í Zara fyrir helgi. Ég var þar til að skipta buxum þegar ég sá
þennan gullfallega ólífugræna biker jakka og ég varð að taka hann með heim. Þessi litur er í
svo miklu uppáhaldi hjá mér og er fullkominn fyrir haustið! Ég var í honum yfir hvíta stutta
Topshop peysu og þessar buxur frá Selected sem ég fann í fataskápnum mínum um daginn.
Þær voru enn með verðmiðanum á sem ég skil ekki alveg en mér líður smá eins og ég hafi
fundið falin fjarsjóð - þær eru svo þægilegar og fallegar! Þangað til næst 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig