Jæja - ég sagði við ykkur um daginn að ég ætlaði að vera duglegri að deila með ykkur ASOS
óskalistum aftur og hér með er ég að standa við það loforð. Í gær fékk ég flugu í hausinn um að
mig langaði svo í "oversized sweatshirt" og fann ég þessa gullfallegu bleiku peysu frá Adidas.
Ég verð að eignast hana og ligg því á refresh takkanum þar sem hún er uppseld í minni stærð en
ég hef lært það í gegnum tíðina að uppseldar stærðir á ASOS koma aftur inn og því er gott að
vera duglegur að fylgjast með ef verið er að bíða eftir eitthverju ákveðnu eins og ég í dag. Ég
fann svo svipaða peysu í gráu sem er líka mjög kósý en liturinn á hinni heillar mig svo að ég
ætla að sjá hvort ég verði heppin og næ henni í minni stærð.
Ég heillaðist svo um leið af þessum gráu peysukjól en ég elska peysukjóla! Þeir virka bæði á
sumrin og veturna en þessi er einmitt fullkominn við sandala í sumar. Kósýgallan á ég svo en
í gráa litnum en þessi bleiki er líka að kalla á mig, ég hef varla farið úr mínum síðan ég fékk mér
hann ♡
Færslan inniheldur auglýsingalinka.
No comments
Post a Comment
xoxo