4.6.17

UPPÁHALDS // TOP 3 FARÐAR

Þessi færsla er ekki kostuð // Stjörnumerktar vörur fékk ég að gjöf.

Um daginn var ég spurð í gegnum Snapchat hvaða farði væri í uppáhaldi hjá mér og fattaði ég þá að
ég á eftir að segja ykkur frá tveimur af mínum uppáhalds förðum sem fá fullt hús stiga hjá mér og
sem ég nota í hvert einasta skipti sem ég mála mig (ég er búin að segja ykkur frá Next to Nothing*
andlitslitnum í þessari færslu). Þeir tveir farðar sem ég hef verið að nota hvað mest og þá sérstaklega
í flugið er Armani Luminous Silk og Clinique Beyond Perfecting*. 

Það sem mér finnst best að gera er að blanda förðunum saman en eins og sést á myndunum þá er
Clinique farðinn aðeins dekkri en ég er vön að nota og því fullkomið að nota hann þegar ég er með
brúnku. Armani farðann get ég svo notað þegar ég er ekki með brúnku en ég keypti hann fyrir 
nokkrum mánuðum eftir að Þórunn Ívars var endalaust búin að tala vel um hann við mig og vá,
hún hafði sko rétt fyrir sér. Farðinn er ótrúlega léttur, þekur vel en á sama tíma sjást freknurnar
mínar þegar ég er með hann, hann endist vel og gefur húðinni fallega ljómandi áferð. Clinique
farðinn er hins vegar aðeins þykkari og með mikilli þekju - vanalega er það eitthvað sem heillar
mig ekki þar sem ég kýs léttari farða en það er eitthvað við þennan. Húðin verður svo falleg og
hann endist líka allan daginn sem mér finnst vera kostur í fluginu. Þar sem þetta er 2-in-1 farði
þá nota ég ekki hyljara með honum enda ekki þörf fyrir það né þarf ég að setja hann með púðri.
Hann er ekki eins mattur og ég bjóst við að hann væri sem mér finnst vera kostur en húðin verður
bara eitthvað svo fullkomin og "airbrushed" þegar ég er með hann en hann er samt ekki þungur á
húðinni. Ég þarf hann helst í aðeins ljósari lit svo ég get notað hann þegar ég er ekki með brúnku
líka - mæli svo með 

Clinique Beyond Perfecting farðinn er í lit nr. 2 og fæst í verslunum Hagkaupa, Next to Nothing andlitsliturinn er í
litnum Light og fæst í MAC Smáralind og Armani Luminous Silk farðinn er í litnum 3.75 og fæst í Sephora HÉR og
á Nordstrom sem sendir til Íslands HÉR.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig