20.6.17

CURRENT FAVOURITE // ORIGINS A PERFECT WORLD

Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Það er löngu kominn tími að ég segi ykkur frá þessum tveimur vörum frá Origins sem ég fékk um 
daginn og heillaðist strax að. Merkið var að endurbæta þessa línu sem heitir A Perfect World og nú
hentar þessi lína mér og starfi mínu fullkomnlega. Ég hef alltaf hugsað mjög vel um húðina mína en
eftir að ég byrjaði að fljúga þá finn ég að hún þarf extra mikla umönnun og dekur. Það sem mér finnst
svo frábært við þessar vörur er að þær vernda húðina fyrir UVA, UVB og infrarauðum geislum en við
flugfreyjur verðum fyrir mikilli geislun um borð sem hefur meðal annars slæm áhrif á húðina. Mér
finnst því frábært að nota kremið undir farða þegar ég er að vinna en ég hef líka verið að nota það
dagsdaglega. Dagkremið inniheldur SPF 40 en augnkremið SPF 20 og eru bæði kremin stútfull af
andoxunarefnum sem koma í veg fyrir öldrun húðarinnar. Bæði kremin eru mjög þykk og því þarf
mjög lítið af vöru á allt andlitið/augnsvæðið og gefa þau húðinni fallegan ljóma og nóg af raka. 

Ég hef notað kremin undir farða í vinnuna núna í rúman mánuð eða alveg síðan ég fékk þau og
ég hef ekki getað notað neitt annað lengur. Húðin fær mjög góðan raka, verður ljómandi og svo
er ótrúlega gott að vita að maður er að vernda húðina fyrir geislun á sama tíma. Ég hef verið að 
mæla með þessum vörum við aðrar freyjur í vinnunni og ef þú ert flugfreyja eða ferðast mikið þá
er þetta eitthvað sem þú þarft að eiga! 

Vörurnar frá Origins færðu í Hagkaup Smáralind, Hagkaup Kringlunni, Lyf&Heilsu Kringlunni,
Lyfju Lágmúla og í Fríhöfninni (fullkomið til að grípa með á leið í ferðalagið).

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig