Þessi færsla er ekki kostuð // Skóna keypti ég mér sjálf.
LOKSINS LOKSINS LOKSINS - þetta er eiginlega það eina sem ég get sagt um þessa skó! Ég er
búin að vera að leita mér að "mules" eða múlum eins og ég kalla þá í nokkrar vikur núna og ég var
eiginlega við það að gefast upp á leitinni þegar ég rak augun í þessa gullfallegu svörtu múla inn á
Asos um daginn. Eina vandamálið var að þeir voru uppseldir heillengi í minni stærð en það góða
við Asos er að þeir eru mjög duglegir að "restocka" vörurnar sínar og því er gott að fylgjast vel
með því stærðirnar sem eru uppseldar koma inn aftur í langflestum tilfellum.
Það er einmitt sem gerðist einn morgun eftir næturflug heim frá Ameríku - ég sat í rútunni og
ákvað að kíkja og viti menn, þeir voru komnir aftur í minni stærð. Ég var ekki lengi að kaupa
þá og fékk þá í hendurnar í dag - ég er alveg í skýjunum með þá og hlakka til að nota þá núna
í vikunni. Þú finnur skóna HÉR og mundu, ef stærðin þín er ekki til þá skaltu fylgjast vel með
því hún mun poppa inn ♡
No comments
Post a Comment
xoxo