15.5.17

LONDON PHOTO DIARY

- Ósk var ekki lengi að finna leikvöll við Big Ben -

- Yndislega fjölskyldan mín, hversu heppin er ég -

- Fyrsta daginn röltum við um hverfið sem við gistum í, framhjá Big Ben og á Trafalgar Square þar sem við 
fengum okkur að borða -

- Við fórum á æðislegan ítalskan stað á Trafalgar sem heitir Bianco43, ég fékk mér ofnbakað Gnocci
 sem var fáranlega gott -

- Næst lá leið okkar á Old Bond Street þar sem ég keypti mér loksins eitthvað sem mig var búið að langa
í frekar lengi, hlakka til að sýna ykkur hvað leynist ofan í pokanum -

- Það er allt svo fallegt í London -

- Uppáhaldið mitt, Laduree. Keypti kassa af makkarónum handa mér og mömmu og þær voru eiginleg of
fallegar til að borða -

- Ósk var svo dugleg í London, alltaf svo gaman að eyða tíma með henni og fá að sýna henni heiminn -

- Það eru svo fallegir bekkir í Covent Garden, við urðum að sjálfsögðu að fá mynd -

- OOTD á öðrum degi, buxurnar eru frá Asos, bolurinn er úr H&M, taskan er gömul frá Asos og skórnir
eru frá Birkenstock -

- Þarna vorum við á leið í London Zoo -

- OOTD á þriðja og seinasta degi. Peysan er frá & Other Stories, buxurnar frá Topshop og sandalarnir eru
úr Zara -

Þá er ég komin heim eftir yndislega fjóra daga í London með fjölskyldunni minni - það var svo 
æðislegt að komast í smá frí, eyða tíma með þeim og búa til minningar! Við flugum til London 
á miðvikudagsmorgni og vorum komin á hótelið okkar aðeins eftir hádegi - við pöntuðum okkur
gistingu í gegnum Hotwire (mjög sniðug síða, gefur manni mjög góða díla á herbergjum! Þú
velur staðsetningu og færð að vita eftir að þú borgar hvaða hótel varð fyrir valinu) og fengum
hótel í hverfi sem heitir Lambeth sem er rétt hjá Big Ben og London Eye. 

Fyrsta daginn tókum við því bara rólega þar sem við vöknuðum öll mjög snemma og vorum því
frekar þreytt - við röltum um hverfið, fengum okkur að borða og svo fórum við í Saint Laurent á
Old Bond Street þar sem ég var búin að láta taka dálítið frá fyrir mig, en meira um það seinna.
Því næst kíktum við í nokkrar aðrar búðir áður en við fórum upp á hótel að hvíla okkur. Næsti 
dagur var æðislegur en við byrjuðum á því að kíkja í London Zoo og svo ákváðum við að skella
okkur í Hop On Hop Off rútu áður en við fengum okkur kvöldmat á stað sem heitir Prezzo (mæli
með!). Á föstudeginum, sem var seinasti dagurinn okkar, þá hittum við vinkonu mömmu sem býr
í London í hádegismat og fórum svo í Covent Garden sem er æðislegt hverfi. Þar röltum við um,
skoðuðum markaði, borðuðum góðan mat og nutum sólarinnar áður en við flugum heim næsta
dag. London klikkar aldrei og mig langar strax aftur - næst langar mig að taka Níels með og fara
í smá matarferð en það eru svo margir góðir veitingarstaðir í London sem ég hef ekki haft tækifæri
að prófa. Það er klárlega næst á dagskrá 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig