31.5.17

LA MER
Færslan er unninn í samstarfi við La Mer á Íslandi // Vörurnar fékk ég sem gjöf.

Getum við bara tekið nokkrar mínútur í að sjá hversu fallegar þessar vörur eru?! Ég fékk bara einn
fallegasta pakka sem ég hef nokkurn tíman fengið um daginn en í honum voru vörur frá merkinu La
Mer. Þið sem kannist við merkið vitið að þetta er eitt mesta lúxusmerkið í snyrtivöruheiminum og því
finnst mér þetta vera þvílíkur heiður að fá tækifæri til að mynda vörurnar, prófa þær og segja ykkur 
svo frá þeim.

Ég hafði prófað eina vöru frá merkinu áður en það er vara sem heitir The Moisturizing Soft Lotion
og vá - hvernig get ég byrjað að lýsa þessu kremi. Þetta er létt rakakrem sem ég hef verið að nota
bæði kvölds og morgna seinustu vikur - það inniheldur kraftaverkaseyðið eða Miracle Broth sem er
að finna í vörunum frá La Mer. Kraftaverkaseyðið hjálpar húðinni að fyllast af lífi á ný, gefur húðinni
raka, nærir hana á meðan andoxunarefnin í kreminu vinna gegn stressi og mengun. Það sem heillar
mig mest við kremið er að það er létt, fer fljótt inn í húðina, fyllir hana af raka og gefur húðinni
fallegan ljóma sem þið vitið að ég elska! 

Ég er mjög spennt að byrja að prófa þær vörur frá merkinu sem ég fékk en þær vörur sem ég er
spenntust fyrir er að sjá hér á myndunum. The Mist er rakasprey sem inniheldur einnig seyðið og
verður þetta mikið notað ef ég þekki sjálfa mig rétt - ég elska svona rakasprey og er alltaf með eitt
í veskinu. Þetta fær að vera svona spari samt! Önnur vara sem verður eflaust notuð mikið í sumar
er The Reparative Skintint sem er léttur andlitslitur með SPF 30 - ég elska svona vörur á sumrin
en þessi vara á að fullkomna húðina og gefa ljóma, já takk! 

Það eru kynningardagar á La Mer vörunum í Lyf & Heilsu Kringlunni 7-8. júní svo ef þið hafið
áhuga á vörunum frá merkinu þá mæli ég með að kíkja. Það er 15% afsláttur af farðavörum frá 
La Mer (mig langar svoooo í farðann frá þeim) og kaupauki fylgir ef þið verslið vörur frá merkinu.

SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig