1.6.17

NEW IN: SAINT LAURENT COLLEGE BAG

Þessi færsla er ekki kostuð // Töskuna keypti ég mér sjálf.

Ég held að það sé löngu kominn tími til að kynna ykkur fyrir nýjustu viðbótinni við fjölskylduna 
(nei ég er ekki að djóka) en segið hæ við Lárent Bernharð. Ég sá hann fyrst um áramótin á smá
Pinterest rúnti og það gerðist eitthvað, ég varð ástfangin við fyrstu sýn. Ég keypti mér mína fyrstu
merkjatösku í lok sumarsins 2016 og voru því önnur kaup alls ekki í plönunum á næstunni en um
leið og ég sá þessa þá vissi ég að hún yrði mín bráðlega. Nokkrum vikum seinna fór ég í helgarferð
til Köben með Níelsi og ég vissi að þar væri Saint Laurent búð. Ég kíkti í hana fyrsta daginn en því
miður var taskan ekki til í þeirri stærð og þeim lit sem mig langaði í svo ég fór heim tómhent.

Fyrir rúmum þremur vikum var ég stödd í London í smá fríi með fjölskyldunni minni og ég ákvað 
að reyna aftur á þetta og viti menn, þarna var hún í réttri stærð og réttum lit að bíða eftir mér. Ég er
alveg í skýjunum með hana og er nú þegar búin að nota hana næstum daglega síðan ég kom heim.
Ég veit að margir skilja ekki þetta að kaupa sér dýrar töskur þar sem þetta er óþarfa hlutur en mig
langaði að fjárfesta í henni þar sem hún mun vera mín að eilífu og hönnunin á henni er svo klassísk.
Ég elska stærðina á henni en ég valdi mér miðlungsstærðina - það kemst nóg fyrir í henni en á sama
tíma er stærðin svo þægileg upp á að hafa hana á öxlinni í langan tíma. Það er eitt lítið handfang á 
henni og löng keðja svo það er hægt að hafa hana bæði "crossbody" og halda á henni sem mér finnst
vera algjör kostur. Þessa eigið þið sko eftir að sjá ansi oft 



SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig