4.4.17

CURRENTLY LOVING: YSL BB CREAM

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Yves Saint Laurent á Íslandi // Vöruna fékk ég að gjöf.

Eins og svo margir aðrir hef ég eytt ansi góðum tíma í að finna hinn fullkomna farða sem hentar
minni húð. Ég get ekki sagt ykkur hversu marga farða ég hef prófað en um daginn fattaði ég að
ég væri löngu búin að finna þann sem hentaði mér best og ekki bara það, ég var búin að vera að
nota hann í að verða þrjú ár. Ég kynntist BB kreminu frá YSL þegar ég byrjaði að vinna með 
merkinu árið 2014 og hef notað það síðan þá. Ég hef alltaf verið að prófa nýja farða og önnur
krem með en alltaf leitað í þetta krem aftur og aftur. Um daginn kláraði ég báðar túpurnar sem
ég átti og þá fattaði ég hversu háð því ég er - ég gat ómögulega verið án þess.

Þetta er ekki farði heldur er þetta BB krem og er það eitthvað sem mér finnst vera algjör kostur.
Mér finnst farðar stundum of þekjandi og þar sem ég fýla náttúrulega áferð frekar þá henta BB
krem mér mjög vel. Þegar ég vill eitthvað aðeins meira þá finnst mér algjör snilld að blanda smá
af farða við BB kremið! Þetta krem frá YSL er svo ótrúlega létt, gefur húðinni fallegan ljóma og
jafnar húðlitinn - einmitt það sem ég þarf og er að leita að 


SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig