19.3.17

ON IT'S WAY

WHISTLES v neck casual dress (HÉR)     ASOS clean cross back mono stripe swimsuit (HÉR)

Stundum gerast bara hlutirnir og maður getur eiginlega ekki útskýrt af hverju - það var eiginlega það
sem gerðist hjá mér í gærkvöldi en ég var að eiga ótrúlega kósý kvöld og svo allt í einu var ég búin að
versla mér tvo hluti af Asos sem ég er búin að hafa augastað á frekar lengi. Ég sem ætlaði að vera svo
dugleg og reyna að panta mér lítið sem ekkert af Asos í mánuðinum en stundum verður maður bara
aðeins að leyfa sér. Ég er ótrúlega spennt að fá pakkann í hendurnar í næstu viku en ég pantaði mér
þennan gullfallega ólífugræna kjól sem ég kolféll fyrir um leið og ég sá hann. Þessi litur er í miklu
uppáhaldi hjá mér og verður hann eflaust mikið notaður í sumar við Birkenstock sandalana mína og
ákveðna tösku sem verður mín bráðlega. Ég varð svo að panta mér sundbolinn líka þó að sumarið sé
ekkert á leiðinni á næstunni en við ætlum að fara erlendis í sumarfríinu okkar og þessi er fullkominn,
svo sætur svona röndóttur.

Nú ætla ég að hlamma mér í sófann og hafa það notarlegt - ég var að koma heim úr morgunflugi og
er því vel þreytt! Eigið ljúft sunnudagskvöld 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig