18.3.17

HOME CHANGES // VOL. II

Þessi færsla er ekki kostuð // Allar vörur keypti ég mér sjálf.

H&M HOME velúr púðaver     VIGT púðaver (fást HÉR)     H&M HOME prjónateppi
DORMA svefnsófi     HAY 60x60tray borð (fæst HÉR)     SÖSTRENE GRENE motta 

Jæja, þá er komið að næstu færslu um heimilisbreytingarnar. Ég talaði um á Snapchat að ég var
komin með smá ógeð á sófanum okkar en við keyptum hann fyrir þremur árum þegar við fluttum
inn - hann er ennþá í mjög góðu standi svo í staðinn fyrir að eyða óþarfa pening í nýjan sófa þá
ákvað ég að breyta aðeins rýminu með aukahlutum. Ég byrjaði á því að kaupa ný púðaver og 
teppi í sófann en ég keypti þessi dökkgráu velúr púðaver í H&M Home - þau koma svo vel út í
sófanum og gera rýmið svo notalegt. Ég setti svo tvo kodda með sem ég átti fyrir en þessi grái
er úr VIGT sem er ótrúlega falleg verslun í Grindavík og þessi munstraði er gamall úr Ilvu. Ég
er mjög ánægð með púðana en það sem er í uppáhaldi er þetta grófa prjónateppi sem ég var
ótrúlega heppin með að finna - það er úr H&M Home og var í svona körfu með restum og það
var á útsölu. Mig var búið að langa í svona gróft prjónateppi lengi en öll sem ég fann kostuðu
yfir 80 þúsund sem ég var ekki alveg til í að borga. 

Ég hélt að sjálfsögðu sófaborðinu en það kemur ekki til greina að skipta því út - það næsta sem
ég gerði var að skipta út mottunni undir sófanum en ég var með eldgamla og frekar lúna mottu
úr Ikea sem var orðin mjög sjúskuð. Ég sá þessa mottu í Söstrene Grene seinustu helgi og var 
ekkert smá heppin að rekast á hana þar en hún er því miður uppseld núna. Hún er gjörsamlega
fullkomin og er einmitt svona "moroccan inspired" eins og ég var að leitast eftir. Það besta var
að hún kostaði bara um 7.050 krónur og passar fullkomnlega! 

Það er alveg ótrúlegt hversu mikið litlar breytingar geta gert en mér finnst ég vera komin með
allt aðra stofu og nú fer sófinn ekkert í taugarnar á mér lengur. Ég var með myndahillu á veggnum
fyrir ofan sófann en ég tók hana burt um daginn og ætla ég að gera myndavegg eftir að ég mála
stofuna ljósgráa - hlakka til að deila útkomunni með ykkur 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig