8.3.17

HOME CHANGES // VOL. I

Þessi færsla er ekki kostuð // Allar vörur keypti ég mér sjálf.

Jæja - eins og þið vitið eflaust flest þá elska ég að breyta íbúðinni okkar og er ég endalaust að dúlla
mér að gera hana flottari og meira kósý. Ég ákvað einn daginn að ég þyrfti nauðsynlega að breyta 
fatahenginu okkar en við vorum með snaga og hillu sem var albeg stútfull af dóti og var eiginlega
bara of mikið af drasli þar fyrir minn smekk. Stíllinn minn er mjög einfaldur og minimalískur og því
þurfti ég aðeins að "decluttera" fatahengið - ég byrjaði á því að taka gamla niður, fara í gegnum allt
dótið þar og minnka við okkur. Þið sjáið glitta aðeins í fatahengið til hægri á efstu myndinni en ég
keypti Besta einingu í Ikea og setti á gólfið - þar geymi ég húfur, trefla og vettlinga og er þetta mjög
sniðug lausn. Ég málaði svo vegginn (alveg sjálf, ég lofa) og hengdi upp The Dots snagana mína frá
Muuto á vegginn (með hjálp Níelsar og borvélarinnar hjá nágrönnunum). Núna erum við bara með
helstu jakkana og úlpurnar okkar á snögunum og þetta er allt annað líf - ég er mjög sátt!

Við hliðina á litlu forstofunni okkar erum við með eldhúsborðið okkar og ákvað ég að breyta smá
þar líka. Borðið sjálft fékk að vera ennþá (það er úr Ikea) en ég skipti út stólunum - ég ákvað að fá
mér þessa stóla úr Ilvu og koma þeir mjög vel út. Ef þið fylgist með mér í gegnum Snapchat þá 
munið þið eflaust eftir veseninu sem fylgdi stólunum en á endanum gekk allt vel og ég er mjög
ánægð með þá. Ég setti einnig nýja mynd á vegginn en þessi er frá Snug Studio og fæst inn á
heimasíðu Reykjavík Bútík. Ég er ennþá að ákveða mig hvort mig langi að hafa bara eina
mynd á þessum vegg eða bæta eitthverju við - það kemur bara í ljós!

Breytingarnar eru hins vegar ekki búnar - næst á dagskrá er að fara niður í Slippfélagið og fá
litaprufur. Ég ætla semsagt að mála stofuna í fallegum ljósgráum lit til að gera hana hlýlegri og
er ég ekkert smá spennt fyrir því - ég mun að sjálfsögðu sýna ykkur lokaútkomuna hér 


We are making some changes to our apartment - nothing major, just buying new chairs and 
painting the living room and here are some photos of our new entry and dining room. I got
new chairs and hung up these cute hooks from Muuto - really happy with how everything
turned out. Next up we are going to paint the living room in a light grey colour and I am so
excited 
SHARE:

No comments

Post a Comment

xoxo

Blogger Template Created by pipdig